VIKAN: HM og MÍ í maraþoni

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: HM og MÍ í maraþoni

Um helgina kepptu þeir Guðni Valur Guðnason (ÍR) og Hilmar Örn Jónsson (FH) á Heimsmeistaramótinu sem er í fullum gangi í Búdapest í Ungverjalandi. Guðni kastaði kringlunni 59,97m í fyrsta kasti og svo ógilt í öðru kasti. Þriðja og síðasta kastið mældist það 62,28m sem er hans lengsta kast á stórmóti á ferlinum. Hilmar Örn Jónsson hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Hilmar gerði öll þrjú köstin sín ógild í undankeppninni í sleggjukasti. Fyrstu tvö fóru í netið og síðasta út fyrir geira.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) er okkar síðasti keppendi á mótinu og keppir hún í undankeppni í kúluvarpi á laugardaginn 26. ágúst.

Tímaseðil og úrslit frá HM má finna hér. Mótið er sýnt á rásum RÚV.

Andrea með sjö Íslandsmeistaratitla í ár

Í gær fór fram Meistaramót Íslands í maraþoni í miðbæ Reykjavíkur. Það var Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) sem var lang fyrsta konan í mark. Hún kom í mark á tímanum 2:42:15 klst. Þetta var hennar sjöundi Íslandsmeistaratitill í hlaupum á þessu ári. Andrea er Íslandsmeistari í 5 og 10 km hlaupi, hálfu og heilu maraþoni náði hún því að sigra á öllum meistaramótum í götuhlaupum í ár. Andrea mætti aftur á brautina í sumar og varð einnig Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi, 3000 metra hindrunarhlaupi og í 5000 metra hlaupi.

Í öðru sæti var Kristjana Pálsdóttir á tímanum 3:18:45 klst. og Sigríður Rúna Þóroddsdóttir á tímanum 3:27:28 klst. 

Í karlaflokki var það Sigurjón Ernir Sturluson (FH) sem varð Íslandsmeistari í maraþoni á tímanum 2:38:25 klst. Í öðru sæti var Grétar Örn Guðmundsson (KR) á tímanum 2:38:28 klst. og í þriðja sæti var Jörundur Frímann Jónasson (UFA) á tímaum 2:39:18 klst. 

Heildarúrslit hlaupsins má finna hér

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: HM og MÍ í maraþoni

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit