VIKAN: Hlaupasumarið hafið

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Hlaupasumarið hafið

MÍ í 5 km götuhlaupi og Víðavangshlaup ÍR

Á sumardaginn fyrsta fór fram fyrsta hlaup sumarsins, MÍ í 5 km götuhlaupi samhliða Víðavangshlaupi ÍR. Það voru þau Þorsteinn Roy Jóhannsson (FH) og Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) sem að urðu Íslandsmeistarar í karla og kvenna flokki. Þorsteinn hljóp á 15:24 mín. og Andrea á 16:39 mín. sem er annar besti tími kvenna frá upphafi. Sjálf á hún Íslandsmetið.

Hægt er að lesa nánar um hlaupið hér.

Hægt að lesa nánar um Íslandsmeistara í aldursflokkum hér.

Vormaraþon félags maraþonhlaupara

Um helgina fór fram Vormaraþon félags Maraþonhlaupara. Þetta er fyrsta FRÍ vottaða maraþon ársins. Kári Steinn Karlsson (FH) sigraði í heilu maraþoni og hljóp á tímanum 2:39:22 klst. Í kvennaflokki var það Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir (Fjallahlaup) sem kom fyrst í mark á tímanum 3:31:28 klst. Í hálfu maraþoni varð Sigurjón Ernir Sturluson (FH) hlutskarpastur á tímanum 1:18:08 klst. og í kvennaflokki var það Helga Guðný Elíasdóttir (ÍR) sem kom fyrst í mark á tímanum 1:27:55 klst.

Hægt er að skoða úrslit hlaupsins hér.

Texas Invitational

Um helgna keppti Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) á Texas invitational. Hún kastaði sleggjunni 70,04 m. og sigraði með því sleggjukast kvenna. Elísabet bætti eigið Íslandsmet fyrir u.þ.b. mánuði síðan á Bobcat Invitational. Íslandsmet hennar er 70,33 m.

Úrslit Texas Invitational má finna hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
29.-30. aprílReykjavíkurmót 11-14 áraLaugardalshöll
29. aprílRUB 23 hlaupaáskorun UFAÞórsvöllur
29. aprílSpjótkastmót FHKaplakriki
6. maíRUB 23 Brautaráskorun UFAÞórsvöllur
9. maíFjölnishlaup OlísGrafarvogur

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Hlaupasumarið hafið

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit