Hlynur hljóp hálfmaraþon í Berlín, utanhússtímabilið er í fullum gangi í Bandaríkjunum og sextán aldursflokkamet voru sett á MÍ 30 ára og eldri.
ÍR-ingurinn Hlynur Andrésson keppti í hálfu maraþoni í Berlín um helgina. Hann kom í mark á tímanum 1:03:05 og varð í 19. sæti Í hlaupinu. Íslandsmetið hans í greininni er 1:02,47.
Dagur Andri Einarsson (ÍR) keppti í 100 metra hlaupi á Spartan Invitational um helgina og kom fyrstur í mark á tímanum 10,92 sek. (+1,2). Það er hans besti árangur í ár en hann á best 10,86 sek. Dagur keppir fyrir Hillsdale College og er á öðru ári.
Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) keppti á Bill Carson Invitational í Greenville, North Carolina. Hún náði sínum ársbesta árangri í 100 metra grindahlaupi er hún kom í mark á tímanum 14,91 sek. (+1,2). Í kúluvarpi kastaði bætti hún sinn persónulega besta árangur og kastaði lengst 10,73 metra. Birna keppir fyrir Virginia Tech og er á fyrsta ári.
Hekla Sif Magnúsdóttir (FH) keppti á Texas Tech Masked Rider Open í Lubbock, Texas. Í langstökki stökk hún lengst 5,12 metra (+1,4) og í þrístökki 11,82 metra (+0,8). Hekla keppir fyrir West Texas A&M University og er á fyrsta ári
Kristófer Konráðsson (Afturelding) keppti á West Coast Relays í Fresno, California. Í 200 metra hlaupi kom hann í mark á tímanum 22,74 sek. (+ 0,8) og í 400 metra hlaupi kom hann í mark á tímanum 50,43 sek. Kristófer keppir fyrir Long Beach State University og er á fyrsta ári.
Thelma Lind Kristjánsdóttir (ÍR), Íslandsmethafinn í kringlukasti kvenna, keppti á 56th Annual Colonial Relays í Williamsburg, Virginia. Hún kastaði lengst 48,59 metra en Íslandsmet hennar í greininni er 54,69 metrar.
Sextán aldursflokkamet voru sett á MÍ 30 ára og eldri um helgina
- Jón Bjarni Bragason (BBLIK) kúluvarp (6 kg) 50-54 ára // 13,72m
- Jón Sigurður Ólafsson (FH) 200m 65-69 ára // 30,63 sek.
- Jón Sigurður Ólafsson (FH) kúluvarp (5 kg) 65-69 ára // 10,28m
- Karl Lúðvíksson (UMSS) 60 metra grind. (76,0 cm) 70-74 ára // 13,17 sek.
- Þorsteinn Ingimundarson (FH) 200m 75-79 ára // 60,13 sek.
- Þorsteinn Ingimundarson (FH) 400m 75-79 ára // 2:15,25 mín
- Helgi Hólm (Keflavík) hástökk 80-84 ára // 1,22
- Íris Anna Skúladóttir (FH) 800m 30-34 ára // 2:19,96
- Þuríður Ingvarsdóttir (HSK/SELFOSS) kúluvarp (3kg) 50-54 ára // 10,76m
- Anna Sofia Rappich (UFA) 200m 55-59 ára // 32,5 sek.
- Guðrún Harðardóttir (ÍR) 400m 55-59 ára // 79,83 sek.
- Anna Sofia Rappich (UFA) hástökk 55-59 ára // 1,15
- Guðrún Harðardóttir (ÍR) þrístökk 55-59 ára // 6,53m
- Unnur Þorláksdóttir (FH) 200m 60-64 ára // 41,87 sek
- Árný Heiðarsdóttir (Óðinn) 60m 65-69 ára // 9,74 sek
- Árný Heiðarsdóttir (Óðinn) kúluvarp (3kg) 65-69 ára // 8,32m
Úrslit frá mótinu má finna hér.
Ljósmynd: Hafsteinn Óskarsson