VIKAN: Guðrún svæðismeistari í sleggjukasti

VIKAN: Guðrún svæðismeistari í sleggjukasti

Nú eru svæðismeistaramótin í Bandaríkjunum í fullum gangi og við Íslendingar áttum fjóra keppendur á þremur mismunandi meistaramótum og þar á meðal einn svæðismeistara. Guðni varð annar á kastmóti í Svíþjóð.

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) varð svæðismeistari í sleggjukasti á Atlantic 10 Outdoor Championships í Richmond, Virginia um helgina. Hún kastaði lengst 59,55 metra sem er annað lengsta kast hennar á ferlinum. Guðrún fékk einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur nýliða á mótinu. Guðrún keppir fyrir Virginia Commonwealth University (VCU) og er á sínu fyrsta ári. Guðrún er búin að eiga frábært tímabil og í apríl bætti hún sinn persónulega árangur með kast upp á 60,14 metra sem er einnig skólamet VCU.

Dagur Andri Einarsson (ÍR) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) kepptu á sínu svæðismeistaramóti, Great Midwest Outdoor Championships með liðinu sínu Hillsdale Chargers í Owensboro, Kentucky. Dagur komst í úrslit í 100 metra hlaupi á glæsilegum tíma, 10,78 (+2,1) en vindurinn var yfir leyfilegum mörkum. Í úrslitunum varð hann sjöundi á tímanum 10,89 (+0,3) sem er hans ársbesti árangur en hann á best 10,86 sek. Dagur keppti einnig í spjótkasti og kastaði 43,12 metra og hafnaði í fjórtánda sæti. Óliver keppti í 200 metra hlaupi og kom í mark á persónulegu meti, 22,04 (+0.5) og hafnaði í ellefta sæti. Dagur og Óliver voru einnig hluti af 4×100 metra boðhlaupsveit Hillsdale sem varð í öðru sæti og kom sveitin í mark á tímanum 41,03 sek.

Hekla Sif Magnúsdóttir keppti á Lone Star Conference í Kingsville, Texas. Hekla hafnaði í fjórða sæti í þrístökki með stökk upp á 12,17 metra sem er persónulegt met. Hún bætti einnig sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,62 metra og hafnaði í níunda sæti. Hún varð einnnig í níunda sæti í hástökki með stökk upp á 1,55 metra. Hekla er á fyrsta ári og keppir fyrir West Texas A&M.

Guðni annar í Svíþjóð

Guðni Valur Guðnason keppti á SixarbySimons Kast í Örbyhus í Svíþjóð í gær. Guðni varð annar á eftir Simon Pettersson með kast upp á 62,84 metra. Pettersson kastaði lengst 63,86 metra. Í þriðja sæti var Sven Martin Skagestad frá Noregi með rúma 60 metra. Bæði Petterson og Skagestad keppa á Selfoss Classic á Selfossvelli þann 28. maí og hægt er að lesa meira um mótið hér.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

VIKAN: Guðrún svæðismeistari í sleggjukasti

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit