Vikan: Guðrún og Elísabet skiptast á fyrsta sæti

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti um helgina á Bobcat Invitational í Texas. Hún sigraði mótið eftir stranga keppni við Guðrúnu Karítas en í fjórðu umferð bætti Guðrún Karítas gamla Íslandsmetið hennar Elísabetar (69,11 m.) er hún kastaði sleggjunni 69,76 m. Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmetið en í 6. umferð kastaði hún 70,33 m. og er tæpum meter frá lágmarki á EM sem fram fer í Róm í sumar.

Hægt er að lesa nánar um þetta hér.

Úrslit mótsins má finna hér.

Texas Relays fór fram 27.-30. mars og þær Guðrún og Elísabet kepptu einng þar en þá sigraði Guðrún með kasti uppá 68,40m og Elísabet Rut tók annað sæti með kasti uppá 66,85 m.

Úrslit mótsins má finna hér.

Nánari fyrirspurnir

Deila

Vikan: Guðrún og Elísabet skiptast á fyrsta sæti

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit