Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti um helgina á Bobcat Invitational í Texas. Hún sigraði mótið eftir stranga keppni við Guðrúnu Karítas en í fjórðu umferð bætti Guðrún gamla Íslandsmetið hennar Elísabetar (69,11 m.) er hún kastaði sleggjunni 69,76 m. Elísabet var ekki lengi að endurheimta Íslandsmetið en í sjöttu umferð kastaði hún 70,33 m. og er tæpum meter frá lágmarki á EM sem fram fer í Róm í sumar.
Hægt er að lesa nánar um þetta hér.
Úrslit mótsins má finna hér.
Texas Relays fór fram 27.-30. mars og þær Guðrún og Elísabet kepptu einnig þar en þá sigraði Guðrún með kasti upp á 68,40 m. og Elísabet Rut tók annað sæti með kasti upp á 66,85 m.
Úrslit mótsins má finna hér.