Guðrún Arnardóttir var á föstudag tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Hún er 24. íþróttamaðurinn sem tekin er í heiðurshöll ÍSÍ en Vilhjálmur Einarsson var sá fyrsti sem var tekinn inn árið 2012.
Guðrún átti glæsilegan feril. Hún varð meðal annars í 4. sæti á EM í Búdapest 1998 í 400 m gindrahlaupi og komst í úrslit í 400 m grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og varð þá í 7. sæti.
Áramót Fjölnis
Áramót Fjölnis fór fram á fimmtudaginn í Laugardalshöll. Daníel Ingi Egilsson (FH) stórbætti aldursflokkamet í þrístökki innanhúss í U23 ára flokki. Daníel stökk 15,08m og var fyrra metið 14,66m sem Þorsteinn Ingvarsson setti árið 2006.
Ísold Sævarsdóttir (FH) bætti aldursflokkamet í 60 metra grindahlaupi (76,2cm) innanhúss í flokki 15 ára stúlkna. Ísold kom í mark á tímanum 8,82 sek. og var metið áður 8,87 sek. sem Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) setti árið 2017.
Úrslit frá Áramótinu má finna hér.
Gamlárshlaup ÍR
Hið árlega Gamlárshlaup ÍR var haldið á gamlársdag í Reykjavík. Hlaupið er 10km og voru úrslitin eftirfarandi:
Konur
1. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR 36:44
2. Íris Anna Skúladóttir (FH) 39:24
3. Steinunn Lilja Pétursdóttir (Laugaskokk) 41:02
Karlar
1. Búi Steinn Kárason (Djallahlaupaþjálfun) 33:39
2. Þorsteinn Roy Jóhannsson (Fjallahlaupaþjálfun) 34:27
3. Jökull Bjarkason (ÍR) 36:24
Heildarúrslit hlaupsins má finna hér.
Myndir frá hlaupinu má finna hér.