Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) kastaði lengst allra í kúluvarpi á Alumni Muster í College Station, Texas. Erna kastaði lengst 17,17 metra og er þetta í fjórða skiptið í ár sem Erna á kast yfir 17 metra.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) sigraði í 1500 metra hlaupi á Clark Wood Invitational í Louisville, Kentucky um helgina. Hann kom í mark á tímanum 3:42,86 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 3:40,74 mín.
Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) sigraði í spjótkasti á Maroon and White Invite í Starkville, Mississippi um helgina. Dagbjartur kastaði lengst 76,67 sem er aðeins ellefu sentímetrar frá hans ársbesta árangri.
Silja Rós Pétursdóttir (FH) og Dagbjört Lilja Magnúsdóttir (ÍR) urðu Mid-South Conference meistarar með skólanum sínum, Life University. Silja varð önnur í spjótkasti með kast upp á 34,47 metra. Dagbjört var hluti af í 4×400 metra boðhlaupsveit sem sigraði í keppninni á tímanum 3:56,04 mín.
Mid-South Conference er hluti af NAIA (National Association of Intercollegiate Athletics) sem eru samtök fyrir minni háskóla í Norður-Ameríku.
Önnur úrslit frá Bandaríkjunum
Kristófer Konráðsson | Afturelding / Long Beach | 400m | 51,41 | Steve Scott Invitational |
Silja Rós Pétursdóttir | FH / Life University | Spjótkast | 34,47 m | Mid South Conference Championships |
Langstökk | 5,10 m | |||
Þrístökk | 10,58 m | |||
Dagbjört Lilja Magnúsdóttir | ÍR / Life University | 800m | 2:32,71 | Mid South Conference Championships |
Hlynur fyrstur á Ítalíu
Hlynur Andrésson keppti í 10 km götuhlaupi í Verbania á Ítalíu. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 29:54. Í öðru sæti var Giovanni Cotti á tímanum 31:47 og í þriðja sæti var Thomas Florian á tímanum 31:55.
Hlynur er kominn með lágmark í maraþoni á EM sem fram fer í München í ágúst en markmiðið hans er að ná lágmarki í 10.000m hlaupi sem er 28:15,00 mín.
Einnig fór fram Kastmót á ÍR velli og sjá má úrslit hér.