VIKAN: Glæsilegur árangur í Belgrad

VIKAN: Glæsilegur árangur í Belgrad

Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppti í gær til úrslita í 3000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Belgrad í Serbíu. Hann hafnaði í 14. sæti og kom í mark á tímanum 8:04,77 mín. 

„Þetta er búin að vera frá­bær reynsla og mjög mik­il­væg upp á framtíðina, að læra á hvernig þetta allt er og fá að upp­lifa þetta. Að fá að finna hvernig það er að kom­ast í úr­slit og svo að finna hvernig það er að keppa í úr­slit­um. Þetta var reynsla sem ég læri af,“ sagði Bald­vin Þór í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) keppti í undanrásum í 60 metra hlaupi á laugardag og kom í mark á tímanum 7,47 sek sem er aðeins fjórum hundruðustu frá Íslandsmeti hennar í greininni sem hún setti í janúar. Hún varð í sjöunda sæti í sínum riðli.

Það helsta sem ég tók frá þessu móti var að reyna njóta augnabliksins og taka allt inn. Síðan reyndi ég líka bara ekki að pæla í hinum stelpunum því það gerir mig mjög stressaða heldur bara reyna að pæla í sjálfri mér“ sagði Guðbjörg.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

VIKAN: Glæsilegur árangur í Belgrad

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit