VIKAN: Glæsilegur árangur í Bandaríkjunum

Mynd: EMU

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Glæsilegur árangur í Bandaríkjunum

Síðustu tvær vikur hafa svæðismeistaramótin í Bandaríkjunum verið í fullum gangi.

Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) og bætti eigið Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13:58,24 mín en fyrra met hans var 14:01,29 mín. Baldvin varð síðan svæðismeistari í bæði mílu á tímanum 4:15,29 og 3000m hlaupi á tímanum 8:02,59 mín. Baldvin varð einnnig svæðismeistari í þessum þremur vegalengdum á síðasta ári og náði því að verja innanhússtitlana sína

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) stórbætti sinn persónulega besta árangur í lóðkasti kvenna og náði einnig besta árangri Íslendings frá upphafi í greininni. Guðrún kastaði lengst 20,03 metra sem dugði til sigurs og fyrsta svæðismeistaratitils. Guðrún bætti einnig eigið skólamet í greininni. Guðrún keppir á Atlantic 10 svæðismeistaramótinu með skólanum sínum Virgina Commonwealth University og fór mótið fram í Kingston, Rhode Island.

Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) tók sinn fyrsta háskóla sigur í Bandaríkjunum og jafnaði sinn persónulega árangur á Ken Shannon Invitational í Seattle, Washington. Kristján stökk 2,20 metra og eins og staðan er núna, mun þetta duga honum inn á Bandaríska Háskólameistaramótið innanhússs en keppendalistinn á meistaramótið verður tilkynntur á morgun, 28. febrúar. Kristján keppir fyrir University of Arizona og er hann á fyrsta árinu sínu.

Eva María Baldursdóttir (Selfoss) keppti á sínu fyrsta svæðismeistaramóti, ACC indoor Championships í Louisville, Kentucky. Eva stökk 1,77 metra sem er hennar ársbesti árangur og varð hún í fjórða sæti. Eva keppir fyrir University of Pittsburg og er á fyrsta ári.

Frábært Norðurlandameistaramót í Laugardalshöll

Um helgina fór fram Norðurlandameistaramót í eldri aldursflokkum í Laugardalshöll og voru um 250 keppendur skráðir til leiks. Mótið var bæði Norðurlandameistaramót, þar sem keppendur frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Íslandi kepptu um Norðurlandatitil í sínum aldursflokki. Mótið var einnig opið mót fyrir aðrar þjóðir utan Norðurlandanna. 

Elsti keppandi mótsins var Finninn Pekka Penttilä og verður hann 99 ára í næsta mánuði. Pekka keppti í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 19,32 sek.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Glæsilegur árangur í Bandaríkjunum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit