00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

VIKAN: Glæsilegur árangur á NM um helgina

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Glæsilegur árangur á NM um helgina

Sautján Íslendingar tóku þátt á Norðurlandameistaramótinu sem fram fór í Malmö um helgina.

Daníel Ingi Egilsson (FH) varð Norðurlandameistari í langstökki. Hann stökk 8,21 m. og bætti 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar um 21 cm. Með þessu stökki náði hann lágmarki á EM sem fram fer í Róm 7.-12. júní. Einnig gefur þetta hon­um mögu­leika á sæti á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís í sum­ar en lág­markið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur í heiminum og á því einnig möguleika á sæti á leikana gegnum heimslista.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) varð Norðurlandameistari í kringlukasti karla með kasti upp á 60,71 m. Aníta Hinriksdóttir (FH) varð Norðurlandameistari í 1500m og hljóp á tímanum 4:19,14 mín. Hún vann einnig til silfurverðlauna í 800m hlaupi og hljóp á tímanum 2:05,42 mín.

Birta María Haraldsdóttir (FH) bætti sitt persónulega met er hún stökk 1,87 m. í hástökki og hafnaði í öðru sæti. Hún er nú aðeins 1 cm. frá 34 ára gömlu Íslandsmeti Þórdísar Lilju Gísladóttur. Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) var í öðru sæti í spjótkasti með kast upp á 78,82 m. og Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var í öðru sæti í kúluvarpi með kast upp á 17,20 m.

Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) náði lágmarki á HM U20 í 200m hlaupi er hún hljóp á tímanum 25,05 sek.

Hægt er að lesa nánar um NM hér og hér.

Bæting hjá Birnu Jónu

Birna Jóna Sverrisdóttir (ÍR) keppti í sleggjukasti á 20.Int. Sparkassen Hammerwurf-Meeting um helgina og hafnaði í þriðja sæti. Hún kastaði 58,00 m. sem er bæting um 33 sentimetra.

Úrslit mótsins má finna hér.

Framundan

Irma Gunnarsdóttir (FH) og Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppa á Trondheim games í Noregi sem fram fer á miðvikudaginn 22. maí. Irma keppir í þrístökki og Baldvin í 3000m hlaupi. Hægt er að fylgjast með úrslitum hér.

Vormót HSK fer fram á Selfossi þann 22.-23. maí. Hlekk á mótið má finna hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
23. maíVormót HSKSelfossvöllur
25. maíStökkmót KeflavíkurBluehöllin
25. maíÚrvalsmót nr.2Frjálsíþróttavöllur ÍR
28. maíRUB 23 Hindrunarhlaupamót UFAÞórsvöllur
30. maíLífssporiðReykjavík

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Glæsilegur árangur á NM um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit