VIKAN: Glæsileg hlaupaúrslit um helgina

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Glæsileg hlaupaúrslit um helgina

Víðavangstímabilið er í fullum gangi í bandarísku háskólunum. Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppti í 8km víðavangshlaupi í Louisville, Kentucky um helgina. Hann kom tólfti í mark á tímanum 23:44,3 sem er besti tíminn sem hann hefur náð í þessari vegalengd í víðavangshlaupi.

Þetta er annað víðavangshlaup Baldvins á tímabilinu en hann hljóp 5km í Shepherd, Michigan í byrjun september. Þar kom hann fyrstur í mark á tímanum 15:57,4, tíu sekúndum á undan næsta manni og bætti sinn besta árangur um tæpa mínútu. Eftir það var hann valinn hlaupari vikunar í Mid-American Conference.

Hlynur Andrésson (ÍR) keppti í 5km hlaupi í Bologna á Ítalíu á laugardag. Hlynur kom annar í mark á tímanum 14:14 sem er jöfnun á hans besta árangri í 5km götuhlaupi en hann sigraði í þessu hlaupi fyrir ári síðan. 

Um helgina fór einnig fram fyrsta víðavangshlaupið á Íslandi og var það fyrsta Víðavangshlaup Fætur toga og Framfara. Það eru tvö hlaup og lengra hlaupið er um 6-7km. Í kvennaflokki var það Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem kom fyrst í mark á tímanum 25:45. Í öðru sæti var það Sara Mjöll Smáradóttir (ÍR) á tímanum 29:12. Í þriðja sæti var Guðný Lára Bjarnadóttir (Fjölnir). Í karlaflokki var það Arnar Pétursson (Breiðablik) sem kom fyrstur í mark á tímanum 22:45. Jökull Bjarkason (ÍR) kom annar í mark á tímanum 23:19 mín. Þriðji var Þorvaldur Gauti Hafsteinsson (Selfoss) á tímanum 26:26. 

Heildarúrslit hlaupsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Glæsileg hlaupaúrslit um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit