VIKAN: Fyrsta mót ársins

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Fyrsta mót ársins

Fyrsta mót Nike mótaraðar FH fór fram fimmtudaginn 4. janúar í Kaplakrika. Alls voru 46 keppendur skráðir til leiks. Mikið var um persónulegar bætingar á mótinu eins og sjá má hér. 

Sama kvöld fór fram kjör um íþróttamann ársins 2023. Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) lenti í 4. sæti og Baldvin Þór Magnússon (UFA) lenti í 11. sæti. Glæsilegur árangur.

Brynja Rós Brynjarsdóttir keppti um helgina á English u20 championships og bætti þar persónulegt met í kúluvarpi með kasti upp á 9.35m (4kg), hástökki með stökki upp á 1.63m og langstökki með stökki upp á 5.57m.

Framundan

Næsta mót er Meistaramót Íslands 15-22 ára sem fer fram helgina 13.-14. janúar. Skráning keppenda fer fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skila inn eigi síðar en á miðnætti mánudaginn 8. janúar. Hægt er að skrá keppendur þar til kl. 10 á föstudaginn 12. janúar gegn þreföldu skráningargjaldi samkvæmt reglum FRÍ og sendist sú skráning á mótstjóra og skrifstofa@fri.is.

Nánari upplýsingar og boðsbréf má finna hér. 

Tímaseðil, keppendalista og skráningarsíðu má finna hér. 

Stórmót ÍR fer fram 20.- 21. janúar í Laugardalshöll. Stórmót ÍR er fyrir alla iðkendur frjálsíþrótta. 10 ára og yngri keppa í fjölþraut barna en þeir eldri í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum. Frekari upplýsingar um keppnisgreinar og mótið má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Fyrsta mót ársins

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit