VIKAN: Frábær árangur í Halle

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Frábær árangur í Halle

Þrír Íslendingar kepptu á Hallesche Werfertage í Halle í Þýskalandi. Hilmar Örn Jónsson (FH) sigraði í sleggjukasti með nýjan ársbesta árangur, 75,52 metra. Hilmar nálgast lágmörk á stórmót sumarsins en lágmarkið á EM er 77,00 metrar og á 77,50 metrar á HM.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) náði einnig sínum ársbesta árangri og þriðja sæti í sleggjukasti U23. Hún kastaði 64,30 metra sem er aðeins níu sentímetrar frá Íslandsmeti hennar í greininni.

Mímir Sigurðsson (FH) varð sjötti í B-hópi í kringlukasti með kast upp á 57,26. Mímir kastaði fyrr í vikunni 60,00 metra á kastmóti hjá ÍR og varð þar annar á eftir Guðna Val Guðnasyni (ÍR) sem kastaði 62,19 metra.

Styttist í Selfoss Classic

Þann 28. maí fer fram boðsmótið Selfoss Classic á Selfossvelli þar sem sterkir erlendir keppendur ásamt fremsta frjálsíþróttafólki landsins mæta til leiks. Það verður skemtileg dagskrá dagana fyrir mótið. Boðið verður upp á opnar æfingar þar sem áhugasamir geta meðal annars séð gull- og silfurverðlaunahafa í kringlukasti frá Ólympíuleikunum í Tókýó, Svíana Daníel Ståhl og Simon Petterson. Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari Svíanna, verður með fyrirlestur á Selfossi. Einnig verður blaðamannafndur í miðbæ Selfoss. Allar tímasetningar og nánari upplýsingar má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Frábær árangur í Halle

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit