VIKAN: Frábær árangur á EM í utanvegahlaupum

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Frábær árangur á EM í utanvegahlaupum

Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum fór fram í Annecy í Frakklandi um helgina. Íslenski hópurinn stóð sig frábærlega en kvennaliðið hafnaði í sjötta sæti í landsliðskeppninni og karlaliðið í því ellefta. Einstaklingskeppnin fór svona: 

Karlar:

  • Þorbergur Ingi Jónsson (UFA) I 23. sæti I 5:32,40 klst.
  • Þorsteinn Roy Jóhannsson (FH) I 39. sæti l 5:48,10 klst.
  • Sigurjón Ernir Sturluson (FH) l 44. sæti l 5:58,53 klst. 
  • Halldór Hermann Jónsson (UFA) l 54. sæti l 6:12,51 klst.

Konur:

  • Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) l 6. sæti l 6:10,54 klst. 
  • Halldóra Huld Ingvarsdóttir (FH) l 29. sæti l 6:55:30 klst.
  • Íris Anna Skúladóttir (FH) l 39. sæti l 7:09,38 klst. 
  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA) l 44. sæti l 7:28,44 klst.

Hægt er að lesa nánar um það hér.

Vormót ÍR fór fram 29. maí á ÍR vellinum. Mikið var um bætingar en hægt er að skoða þær hér og úrslit mótsins eru að finna hér.

Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik), Guðjón Dunbar Diaquoi (Breiðablik) og Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) kepptu um helgina á EAP International í Möltu. Birna stökk 6,02 m. í langstökki og hafnaði í fjórða sæti. Guðjón stökk 6,67 m. í langstökki og hafnaði í sjötta sæti. Kolbeinn hljóp 100m á 10,71 sek og hafnaði í sjötta sæti.

Frammundan

Vormót Fjölnis fer fram þriðjudaginn 4. júní á ÍR vellinum. Mótið hefst kl. 17:30 og keppt verður í flokki 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára hjá piltum og stúlkum.

Hafnarfjarðarhlaupið fer fram þann 6. júní. Hlaupin verður ný frábær leið frá miðbænum um íbúða- og atvinnusvæði hafnarinnar. Keppt verður í 5 og 10 km hlaupi.

Frjálsíþróttasamband Íslands sendir átta keppendur á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Róm dagana 7.-12. júní. Það er fagnaðarefni því þetta er mesti fjöldi í 66 ár eða síðan á EM 1958 en þar voru átta keppendur. Einnig voru tíu keppendur á EM 1950 en Ísland átti 9 keppendur á EM 1946. Það má því segja að ný gullöld sé runnin upp. 

Hægt er að lesa nánar um EM hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
4. júníVormót Fjölnis
6. júníHafnarfjarðarhlaupið
7.-12. júníEvrópumeistaramótið utanhúss
11. júníRub 23 mót UFA
12. júníHéraðsleikar HSK

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Frábær árangur á EM í utanvegahlaupum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit