VIKAN: Flottur árangur um helgina

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Flottur árangur um helgina

Irma Gunnarsdóttir (FH) keppti á Stökkmóti FH á laugardaginn þar sem hún var að reyna við Íslandsmetið í þrístökki. Irma stökk lengst 12,75 metra sem var aðeins átta sentímetrum frá Íslandsmeti Sígríðar Önnu Guðjónsdóttur. Þetta er persónuleg bæting innanhúss en hún á best 12,84 metra utanhúss.

Daníel Ingi Egilsson (FH) keppti einnig í þrístökki á mótinu í dag. Hann stökk lengst 14,44 metra í dag sem er 20 sentímetrum frá hans besta innanhúss. Daníel á best 15,31m utanhúss frá því fyrr í sumar.

Hlynur Andrésson (ÍR) kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu. Hann kom í mark á tímanum 01:08:52 en Íslandsmetið hans er 1:02:47. Þetta í fimmta sinn sem Hlynur sigrar hálfamaraþonið í Reykjavíkurmaraþoninu.

Meistaramót Íslands í maraþoni fór einnig fram um helgina samhliða Reykjavíkurmaraþoninu. Arnar Pétursson kom fyrstur í mark á tímanum 2:35:18 og er Íslandsmeistari í maraþoni karla. Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark á tímanum 2:47:22 og er Íslandsmeistari kvenna í maraþoni. Tími Andreu er er þriðji besti tími íslenskrar konu frá upphafi.

Framundan

Fossvogshlaup Hleðslu verður haldið fimmtudaginn 25. ágúst við Víkina í Fossvogi í tíunda sinn. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km og hefst hlaupið kl 19:00. Fossvogshlaupið var haldið árlega frá 2010 til 2019, eða í níu ár og var eitt af fjölmennari sumarhlaupunum hvert ár. Eftir tveggja ára hlé ætlum við að halda upp á 10 ára afmæli Fossvogshlaupsins.

Upplýsingar um hlaupið má finna hér.

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri á Sauðrárkróksvelli. Skráning keppenda fer fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skila inni eigi síðar en á miðnætti þriðjudaginn 23.ágúst. Hægt er að skrá keppendur þar til kl. 10 á föstudaginn 26.ágúst gegn þreföldu skráningargjaldi skv. reglum FRÍ og sendist sú skráning á umss@umss.is.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Flottur árangur um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit