VIKAN: Flottur árangur í Köben

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Flottur árangur í Köben

Þrír Íslendingar kepptu á Copenhagen Athletics Games í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn 16. júní. Tiana Ósk Whitworth (ÍR) náði sínum ársbesta árangri í 100 metra hlaupi er hún kom þriðja í mark á tímanum 11,71 sek. (+0,7). Dagbjartur Daði Jónsson var í þriðja sæti í spjótkasti með kast upp á 71,40 metra. Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) kastaði lengst 60,56 metra og hafnaði í sjöunda sæti.

Mímir Sigurðsson (FH) bætti sinn persónulega árangur í kringlukasti á kastmóti ÍR á fimmtudaginn 16. júní. Hann kastaði lengst 62,08 metra sem er tæp tveggja metra bæting. Guðni Valur Guðnason (ÍR) kastaði sex sentímetrum lengra eða 62,14 metra. Guðni átti betra mót á laugardag þar sem hann kastaði 63,96 metra sem er um það bil meter frá hans ásbesta.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Flottur árangur í Köben

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit