VIKAN: Fjögur mótsmet og fjögur aldursflokkamet

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Fjögur mótsmet og fjögur aldursflokkamet

Fjögur mótsmet og fjögur aldursflokkamet voru sett á Meistaramóti Íslands um helgina og voru það FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða.

Aldursflokkamet og mótsmet:

  • Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) bætti 17 ára gamalt aldursflokkamet í 3000m hlaupi í flokki 15 ára pilta. Hann hljóp á tímanum 9:40,81 mín. en fyrra metið átti Fannar Blær Austar Egilsson (USÚ) og var það 9:45,55 mín.

  • Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) bætti eigið aldursflokkamet í 60m grindahlaupi í flokki stúlkna 18-19 ára og í flokki stúlkna 20-22 ára. Hún hljóp á 8,56 sek. en fyrra met hennar var 8,60 sek. Þetta var einnig mótsmet í kvennaflokki en María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) átti fyrra metið frá árinu 2021 og var tími hennar 8,59 sek.

  • Halldóra Huld Ingvarsdóttir (FH) bætti aldursflokkamet í 1500m og 3000m hlaupi í flokki kvenna 35-39 ára. 1500 metrana hljóp hún á tímanum 4:35,10 mín. en fyrra metið átti Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) frá árinu 2005 og var það 4:36,29 mín. 3000 metrana hljóp hún á 9:47,56 mín. Fríða Rún átti einnig 3000m aldursflokkametið en það var frá árinu 2010 og tíminn 9:52,11 mín. Halldóra bætti einnig 3 ára gamalt mótsmet í 3000m hlaupi en fyrra metið átti Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) og var það 9:53,47 mín. 

  • Embla Margrét Hreimsdóttir (FH) bætti 14 ára gamalt mótsmet í 1500m hlaupi. Hún hljóp á tímanum 4:33,79 en fyrra metið átti Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) og var það 4:36,29 mín.

  • Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) bætti 14 ára gamalt mótsmet í kúluvarpi um tæplega tvo metra. Hún varpaði kúlunni 16,94 m. en fyrra metið átti Ásdís Hjálmsdóttir (Ármann) og var það 14,98 m.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) og Irma Gunnarsdóttir (FH) voru með stigahæsta árangurinn á mótinu. Guðni hlaut 1057 stig í kúluvarpi en hann varpaði kúlunni 18,93 m. Irma hlaut 1046 stig í þrístökki en hún stökk 13,30 m. sem er aðeins 6 sentímetrum frá Íslandsmetinu hennar í greininni. Árangur yfir 1000 stig náðist 12 sinnum yfir helgina og þar af voru 10 konur á þeim lista. Hægt er að sjá stigahæstu afrek mótsins hér.

Ingeborg Eide Garðarsdóttir (Ármann) bætti Íslandsmetið í kúluvarpi í F37 flokki hreyfihamlaðra um 33 sentímetra með kasti uppá 9.73m og náði þar með lágmarki fyrir Ólympíumót fatlaðra (e. Paralympics) sem fram fer í París síðar í sumar.

Það var lið FH sem tryggði sér titilinn Íslandsmeistar félagsliða en þau sigruðu bæði í karla- og kvenna flokki og því einnig samanlagt með alls 60 stig. Í öðru sæti varð lið Breiðabliks með 28 stig og lið Fjölnis í því þriðja með 26 stig.

Hægt er að lesa meira um Meistaramótið hér.

Framundan

Fimmtudaginn 22. febrúar er Bætingamót í Laugardalshöllinni fyrir 16 ára og eldri.

Meistaramót Íslands í eldri aldursflokkum og Meistaramót Íslands í fjölþraut fer fram um næstu helgi, 24.-25. febrúar í Laugardalshöllinni.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
22. febrúarBætingamótLaugardalshöll
24.-25. febrúarMí í eldri aldursflokkumLaugardalshöll
24.-25. febrúarMÍ í fjölþrautumLaugardalshöll
29. febrúar3. nike mót FHKaplakriki
1.-3. marsHM innanhússGlasgow, Skotland

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Fjögur mótsmet og fjögur aldursflokkamet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit