VIKAN: Fimm aldursflokkamet slegin

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Fimm aldursflokkamet slegin

Hlynur á Sylvestercross

Hlynur Andrésson (ÍR) tók þátt í Sylvestercross sem fram fór í Amsterdam á gamlársdag. Hlaupið var 10,6km. Hann lenti í 11 sæti af 49 og hægt er að sjá úrslitin hér. Í flipanum sem stendur “selecteer afstand” þarf að velja: a.s.r vitality mannen prominenten til að sjá hlaupið hans Hlyns.

“Þetta var aðallega bara til að athuga hvernig standið er áður en ég fer í 4 vikna æfingabúðir núna í janúar til að undirbúa fyrir komandi keppnir á götunni og einnig vegna þess að ég bý 15 mínútum frá keppnisstað. Hlaupið gekk ágætlega, fyrir utan að það datt einhver fyrir framan mig í startinu sem olli því að ég varð að byrja aftast en hélt kúlinu og vann mig stöðugt í gegnum hópinn þar sem leið á hlaupið. Ég reyndar mistaldi hringina þannig ég var alveg á línunni síðasta hringinn, en í heildina var þetta skemmtilegt hlaup og gaman að fá líka ágætt verðlaunafé þó að maður sé ekki í toppformi.” – Hlynur Andrésson.

Fimm aldursflokkamet slegin 

Fimmtudaginn 28. desember fór Áramót Fjölnis fram í Laugardalshöllinni, þar voru 4 aldursflokkamet slegin. Fyrir norðan, sama dag, fór Áramót UFA fram þar sem eitt aldursflokkamet slegið. Bæði mót gengu vel fyrir sig og greinilegt er að íþróttafólkið okkar er tilbúið í innanhúss tímabilið.

Aldursflokkamet á Áramóti Fjölnis:

  • Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) bætti 11 ára aldursflokkamet í stangarstökki innanhúss í flokki pilta 16-17 ára með stökki uppá 4,32m. Fyrra met átti átti Óskar Markús Ólafsson og var það 4,31m.

  • Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) bætti aldursflokkamet í 60m grindahlaupi innanhúss í flokki stúlkna 18-19 ára og í flokki stúlkna 20-22 ára á tímanum 8,60sek. Metið í flokki stúlkna 18-19 ára átti Birna Kristín Kristjánsdóttir frá árinu 2021 og var það 8,65sek. Metið í flokki 20-22 ára átti Kristín Birna Ólafsdóttir frá árinu 2007 og var það 8,64sek.

  • Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) bætti 16 ára aldursflokkamet í 3000m hlaupi pilta 14 ára og var á tímanum 9:56,02. Fyrra met átti Tómas Zoega Geirsson og var það 10:33,39.

  • Freyja Nótt Andradóttir (ÍR) bætti 9 ára aldursflokkamet í 200m innanhúss í flokki stúlkna 13 ára á tímanum 25,59sek. Fyrra met átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og var það 26,09.

Aldursflokkamet á Áramóti UFA

  • Tobías Þórarinn Matharel (UFA) bætti 10 ára aldursflokkamet í þrístökki í flokki pilta 14 ára með stökki uppá 13,22m. Fyrra met átti Styrmir Dan Hansen Steinunnarson og var það 12,66m.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Fimm aldursflokkamet slegin

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit