VIKAN: Evrópubikarkastmót, hálfmaraþon í Gent og Bónus mót FH

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Evrópubikarkastmót, hálfmaraþon í Gent og Bónus mót FH

Evrópubikarkastmótið fór fram um helgina í Leiria. Fimm Íslendingar voru meðal keppenda. Hera Christensen (FH) tvíbætti aldursflokkametið í kringlukasti í flokki 18-19 ára og hafnaði í sjötta sæti með kasti upp á 51,38 m. Guðni Valur Guðnason (ÍRI) varð fimmti með kasti upp á 60,82 m. Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) varð áttunda í kúluvarpi með kasti upp á 16,74 m. Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) hafnaði í 11.sæti í spjótkasti með kasti upp á 75,62 m. Hilmar Örn Jónsson (FH) hafnaði í 19. sæti með kasti upp á 69,22 m.

Hægt er að lesa nánar um mótið hér.

Hlynur Andrésson (ÍR) keppti í gær í hálfu maraþoni í Gent í Belgíu. 

“Hlaupið var ekki alveg eins og ég hafði séð fyrir mér. Vildi hlaupa töluvert hraðar og veit að ég er í nógu góðu formi til þess, en því miður eru sumir dagar bara þannig að hlutirnir ganga ekki upp og ég hef aldrei verið hrifinn af afsökunum. Það fór samt þannig að hérinn okkar fór töluvert styttra og hægara en áætlað var. Við reyndum svo að auka hraðann þar sem leið á hlaupið en ég lenti í krampa í hægra kálfa síðustu 3 kílómetranna og missti hraðann mikið niður. Árangurinn kom mér samt á mörkin um að vera kominn með þáttökurétt á EM þannig ég vona bara að það gangi allt upp í næsta hlaupi”. Sagði Hlynur.

Bónus mót FH fór einnig fram um helgina. Keppt var í flokkum 7-8 ára og upp í fullorðinsflokka. Hægt er að skoða úrslit mótsins hér.

Hilmar Örn Jónsson (FH) komst inná Kip Keino Classic sem er hluti af Continental Tour Gold mótaröðinni sem er ein af sterkustu mótaröðunum sem keppt er í í frjálsíþróttum. Mótið fer fram 20. apríl í Nairobi, Kenya. Hann tók einnig þátt í fyrra og varð þá fjórði með kasti upp á 74,11 m.

Framundan

Sunnudaginn 17. mars fer 18. Bikarkeppni FRÍ fram í Kaplakrika.

Næstu mót

DagsetningMót Staður
17. marsBikarkeppni FRÍKaplakriki
17.-23. marsEvrópumeistaramótið innanhúss í eldri aldursflokkumTorun, Pólland
30. marsHeimsmeistaramótið í VíðavangshlaupumBelgrade, Serbía

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Evrópubikarkastmót, hálfmaraþon í Gent og Bónus mót FH

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit