VIKAN: EM í víðavangshlaupum, Minningarmót Ólivers og Paralympics- dagurinn

Penni

3

min lestur

Deila

VIKAN: EM í víðavangshlaupum, Minningarmót Ólivers og Paralympics- dagurinn

EM í víðavangshlaupum

Næsta sunnudag, 10.des, verður EM í víðavangshlaupum í Laeken Park í Brussel, Belgíu. Þetta mun vera 29. sinn sem að mótið er haldið. Annað sinn sem það er haldið í Brussel, en það var fyrst haldið þar árið 2008, og í þriðja sinn sem það er haldið í Belgíu, þar sem það var haldið í Charleroi árið 1996.

Baldvin Þór (UFA) sem fekk nafnbótina langhlaupari ársins 2023 á uppskeruhátíð FRÍ, sem fram fór á fimmtudaginn síðasta, er eini íslenski keppandinn sem tekur þátt. Við óskum honum góðs gengis.

Linkar:

EM Cross Country

Live stream 

Minningarmót Ólivers

Minningarmót Ólivers fór fram um helgina í Boganum á Akureyri. Um 130 krakkar tóku þátt, flestir voru iðkendur UFA en einnig mættu krakkar frá öðrum liðum, svo sem Eyjafjarðarsveit, Skagfirðingum, Húnvetningum og Þingeyingum, auk þeirra sem komu lengra að, frá ÍR, Fjölni og Selfossi.

Yngstu krakkarnir tóku þátt í þrautabraut sem Unnar Vilhjálmsson stjórnaði með hjálp foreldra. Þar voru allskonar greinar í boði og endaði þrautabrautin með reipitogi við foreldra. Í aldursflokkum 10 ára og eldri var keppt í sex til sjö greinum, 60m hlaupi, 60m grindahlaupi, 400m/600m/800m hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi og skutlukasti. Keppendur stóðu sig vel og mikið var um persónulegar bætingar.

Minningarmótið er haldið í nafni Ólivers Einarssonar sem lést af slysförum árið 2017, aðeins 12 ára gamall. Hann var einn af efnilegustu frjálsíþróttaiðkendum UFA, mikill íþróttamaður, orkubolti og gleðigjafi. RUB23 gaf öll verðlaun mótsins í minningu hans.

Paralympics-dagurinn

Íþróttasamband fatlaðra hélt Paralympics-daginn 2. desember í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þetta var stór og skemmtilegur kynningardagur á íþrótta- og lýðheilsuúrræðum þar sem fólk, félög og fyrirtæki kynntu sínar íþróttir og vörur fyrir fatlað fólk.

Minningarmót Ólivers – myndir eftir Fríðu Rún
60m – 16 ára og eldri
Kúluvarp – 14-15 ára
400m – 10-11 ára
600m – 12-13 ára
Alex Nói ÍR
Paralympics- dagurinn, myndir eftir Ingeborg Eide Garðarsdóttur
Paralympics- dagurinn

Penni

3

min lestur

Deila

VIKAN: EM í víðavangshlaupum, Minningarmót Ólivers og Paralympics- dagurinn

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit