Bronsleikarnir og annað hlaup Víðavangshlauparaðar Fætur toga og Framfara fór fram um helgina. Það var góð mæting á Bronsleikana og gekk mótið vel fyrir sig.
Víðavangshlaupið var við Ræktunarstöð Reykjavíkur í Fossvogi.
Arnar Pétursson (Breiðablik) sigraði í báðum hlaupum í karlaflokki. Styttra hlaupið hljóp hann á tímanum 00:03:44mín en það lengra á tímanum 00:24:29mín.
Íris Anna Skúladóttir (FH) sigrað í báðum hlaupum í kvennaflokki. Styttra hlaupið hljóp hún á tímanum 00:04:10mín en það lengra á tímanum 00:28:05mín.
Í flokki drengja 16 ára og yngri var það Patrekur Ómar Haraldsson (Breiðablik) sem sigraði í styttra hlaupinu á tímanum 00:04:05mín en í lengra hlaupinu sigraði Sindri Karl Sigurjónsson (Flandri) á tímanum 00:28:30mín.
Í flokki stúlkna 16 ára og yngri sigraði Helga Lilja Maack (ÍR) í báðum hlaupum. Styttra hlaupið hljóp hún á tímanum 00:04:37mín en það lengra á tímanum 00:30:12mín.
Næsta laugardag, 14.október fer fram þriðja og síðasta hlaupið í víðavangshlauparöðinni við Borgarspítalann í Reykjavík. Hægt að skrá sig hér.