VIKAN: Birna Jóna með lágmark á EM U18

Úrvalsmót ÍR

Flottur árangur náðist á Úrvalsmóti ÍR um helgina. Birna Jóna Sverrisdóttir (ÍR) náði lágmarki á EM U18 í sleggjukasti er hún kastaði 57,67 m. sem er hennar persónulegi besti árangur. Hera Christensen (FH) bætti eigið aldursflokkamet í kringlukasti er hún kastaði 52,02 m. Fyrra met hennar var 51,38 m. sem hún kastaði á Evrópubikarkastmótinu í Leiria í mars. Vigdís Jónsdóttir (ÍR) bætti einnig eigið met er hún kastaði sleggjunni 63,77 m. Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) kastaði spjótinu 76,52 m. sem er hans besti árangur á tímabilinu.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér.

Aníta og Baldvin í Þýskalandi

Aníta Hinriksdóttir (FH) og Baldvin Þór Magnússon (UFA) kepptu í Karlsruhe í Þýskalandi um helgina. Aníta keppti í 800m hlaupi, hún hljóp á 2:03,85 mín. og hafnaði í tólfta sæti. Baldvin keppti í 5000m hlaupi og hafnaði í þriðja sæti á tímanum 13:30,91 mín.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér.

Belfast Irish Milers Club

Arnar Brynjarsson (ÍR) keppti í 200m hlaupi á Belfast Irish Milers Club um helgina. Arnar hljóp aftur undir EM U18 lágmarki í 200m hlaupi er hann hljóp á tímanum 22,40 sek. Í fyrra skiptið hljóp hann á 22,29 sek. en það var í byrjun mars. Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) tók einnig þátt á mótinu og keppti í 100m og 200m hlaupi. Í 100m hljóp hann á tímanum 10.70 sek. og í 200m hljóp hann á tímanum 21,96 sek.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
13. maíInnanfélagsmót FH innanhússKaplakriki
14. maíStökkmót FjölnisLaugardalshöll
18-19. maíNorðurlandameistaramótið utanhússSvíþjóð
18. maí10 ára afmælismót FrjálsíþróttahússKaplakriki
23. maíVormót HSKSelfossvöllur

Nánari fyrirspurnir

Deila

VIKAN: Birna Jóna með lágmark á EM U18

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit