VIKAN: Besti árangur Ernu á stórmóti

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Besti árangur Ernu á stórmóti

Um helgina fór fram HM innanhúss í frjálsíþróttum í Glasgow, Skotlandi. Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var eini Íslendingurinn á mótinu og var þar meðal keppenda í kúluvarpi. Lengsta kast hennar var 17,07 m. en það er hennar besti árangur á stórmóti. Hún hafnaði í 14. sæti sem er glæsilegur árangur. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) keppti um helgina á NI and UIster Juvenile Indoor Championships 2024 varð þrefaldur írskur meistari í flokki U18. Hann endaði innanhúss tímabilið sitt á tveimur persónulegum bætingum og EM U18 lágmarki í 200m hlaupi en hann hljóp á tímanum 22,29 sek. í úrslitahlaupinu. Í undanriðlinum hljóp hann á 22,38 sek. sem er einnig undir EM U18 lágmarki. Hægt er að skoða úrslit mótsins hér.

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) komst í úrslitakeppni bandaríska háskólameistaramótsins (NCAA Championships) og er sjöunda inn í lóðkasti. Mótið verður haldið í New Balance höllinni í Boston, Massachusetts þann 7.-9. mars og keppir Guðrún Karítas á fimmtudaginn 7. mars kl. 20:00 á staðartíma. Hægt er að sjá tímaseðil mótsins hér og hægt verður að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér.

Fimmtudaginn 29. febrúar fór fram þriðji og síðasti hluti Nike mótaraðar FH. Hilmar Örn Jónsson (FH) kastaði 75,79 m. í sleggjukasti og er hann nú í 5. sæti á Evrópulista. Hafsteinn Óskarsson (ÍR) bætti aftur Norðurlandametið í 800m í flokki 65-69 ára og var á tímanum 2:23,97 mín. Halldóra Huld Ingvarsdóttir (FH) bætti aldursflokkamet í 800m hlaupi í flokki 35-39 ára kvenna en hún hljóp á tímanum 2:15,14 mín. Fríða Rún Þórðardóttir átti fyrra metið og var það 2:23,66 mín.

Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu einstaklinga mótaraðarinnar í stökkum, köstum, spretthlaupum og millivegalengdahlaupum:

  • Stökkvarar: Irma Gunnarsdóttir (FH) og Guðjón Dunbar Diaquoi (Breiðablik)
  • Kastarar: Hera Christensen (FH) og Bjarni Hauksson (Breiðablik)
  • Spretthlauparar: Naomi Sedney (FH) og Gylfi Yngvar Gylfason (ÍR)
  • Millivegalengdahlauparar: Embla Margrét Hreimsdóttir (FH) og Fjölnir Brynjarsson (FH)

Úrslit frá 3. Nike móti FH innanhúss má finna hér.

Úrslit frá 3. Nike móti FH utanhúss má finna hér.

Héraðsleikar og Héraðsmót HSK fóru fram um helgina í Selfosshöllinni. Á Héraðsleikunum var keppt í flokkum 8 ára og yngri upp í 10 ára og voru rúmlega 65 krakkar sem tóku þátt. Keppt var í 60m hlaupi, kúluvarpi, skutlukasti, hástökki og langstökki. Á Héraðsmótinu var keppt í karla- og kvennaflokki og um 35 manns tóku þátt. Keppt var í 60m hlaupi, 60m grindahlaupi, kúluvarpi, hástökki, langstökki og stangarstökki.

Úrslitin frá Héraðsleikunum má finna hér.

Úrslit frá Héraðsmótinu má finna hér.

Framundan

Helgina 9.-10. mars fer fram Evrópubikarkastmótið í Leiria, Portúgal. Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu:

  • Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR), Spjótkast
  • Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR), Kúluvarp
  • Guðni Valur Guðnason (ÍR), Kringlukast
  • Hera Christensen (FH), Kringlukast U23
  • Hilmar Örn Jónsson (FH), Sleggjukast

Vefsíðu mótsins má finna hér.

Sömu helgi fer Bónusmót FH fram í Kaplakrika en þar verður keppt í flokkum frá 7-8 ára og upp í fullorðinsflokka.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
9.-10. marsVetrarkastmótiðLeiria, Portúgal
9. marsBónusmót FHKaplakriki
17. marsBikarkeppni FRÍKaplakriki
17.-23. marsEvrópumeistaramótið innanhúss í eldri aldursflokkumTorun, Pólland
30. marsHeimsmeistaramótið í VíðavangshlaupumBelgrade, Serbía

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Besti árangur Ernu á stórmóti

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit