VIKAN: Baldvin þriðji í Pennsylvaníu

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Baldvin þriðji í Pennsylvaníu

Baldvin Þór Magnússon (UFA) er á fullu að undirbúa sig fyrir Svæðismeistaramót MAC í víðavangshlaupi sem fer fram í Athens, Ohio þann 29. október. Hann náði sínum fyrsta Svæðismeistaratitli í víðavanghlaupi fyrir ári síðan og þá á heimavelli.

Um helgina varð Baldvin þriðji á PSU National Open í 5,2 mílu (8,370km) víðavangshlaupi í University Park í Pennsylvaníu ríki. Hann kom í mark á tímanum 25:03,1 mín en fyrstur í mark var Benjamin Godish frá Northerastern háskólanum á tímanum 24:54,8 mín. Karlalið Eastern Michigan, skólinn sem Baldvin keppir fyrir, urðu í þriðja sæti í liðakeppninni sem lofar góðu fyrir Svæðismeistaramótið þar sem þeir sigruðu í liðkeppninni á síðasta ári.

Úrslit hlaupsins má finna hér.

MÍ í víðavangshlaupum

Um helgina fór fram MÍ í víðavangshlaupum og voru það þau Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) og Arnar Pétursson (Breiðablik) sem urðu Íslandsmeistarar.

Hægt er að lesa meira hér.

Úrslit hlaupsins má finna hér.

Myndir frá hlaupinu má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Baldvin þriðji í Pennsylvaníu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit