Baldvin Þór Magnússon (UFA) opnaði innanhúss tímabilið sitt á laugardaginn á Sharon Colyear-Danville Open mótinu í Boston, Massachusetts. Baldvin keppti í 5000m hlaupi og kom í mark á tímanum 14:01,29 mín. og bætti þar með fimm ára gamalt Íslandsmet Hlyns Andréssonar um tíu sekúndur. Baldvin á Íslandsmetið utanhúss í greininni sem hann setti fyrr á árinu, 13:32,47 mín.
Önnur úrslit frá Bandaríkjunum
Nafn | Félag/Skóli | Grein | Árangur |
---|---|---|---|
Dagur Andri Einarsson | ÍR /Hillsdale Collage | 60m | 7,06 |
Óliver Máni Samúelsson | Ármann/Hillsdale Collage | 60m | 7,15 |
Eva María Baldursdóttir | Selfoss/ University of Pittsburgh | Hástökk | 1,70 |
Dagur sjálfboðaliðans
Í dag er dagur sjálfboðaliðans en ár hvert er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni dagsins hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt og hafa auglýsingar undir því slagorði verið sýnilegar á miðlum síðustu daga.
Frjálsíþróttasambandið sendir öllum sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni bestu kveðjur. Við viljum þakka sjálfboðaliðum fyrir þeirra mikilvæga framlag og óeigingjarna starf.