00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

VIKAN: Baldvin með fjórða metið í ár og Ívar á frábærum tíma í Gautaborg

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Baldvin með fjórða metið í ár og Ívar á frábærum tíma í Gautaborg

Baldvin Þór Magnússon (UFA) bætti fjórða Íslandsmetið sitt í ár í Watford í Bretlandi er hann bætti tveggja ára Íslandsmet Hlyns Andréssonar í 3000m hlaupi. Baldvin kom í mark á tímanum 7:49,68 mín en fyrra metið var 7:54,72 mín. Baldvin á einnig Íslandsmetið í greininni innanhúss sem er 7:47,51 sem hann setti í febrúar á síðasta ári. Baldvin hefur nú bætt Íslandsmetið í mílu innanhúss, 3:59,60 mín sem hann gerði í janúar. Hann hljóp einnig á hraðari tíma á ólöglegri braut (oversized track) á tímanum 3:57,12 mín í febrúar. Hann bætti síðan eigið met 5000m hlaupi innanhúss í febrúar á tímanum 13:58,24 mín og eigið Íslandsmet í 1500m hlaupi utanhúss í mars á tímanum 3:40,36 sek.

Fimm brons í Gautaborg

Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) átti frábært hlaup og bætti sinn persónulega árangur í 400m grindahlaupi á Gautabrogarleikunum í Svíþjóð sem fóru fram um helgina. Ívar kom þriðji í mark á tímanum 51,43 sek en hann átti áður 51,68 sek. sem hann hljóp á Evrópubikar fyrir tveimur vikum. Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) varð í þriðja sæti í bæði 100m hlaupi og 100m grindahlaupi. Júlía kom í mark á 12,22 í spretthlaupinu sem er persónuleg bæting hjá henni. Í grindahlaupinu bætti hún einnig seinn persónulega árangur og kom í mark á tímanum 14,08 sek. sem er aðeins þrettán sekúndubrotum frá EM U20 lágmarki. Gunnar Freyr Þórarinsson (UMSS) vann einnig til tveggja bornsverðlauna. Í sleggjukasti með 40,84m og í spjótkasti með 53,00 metra.

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Baldvin með fjórða metið í ár og Ívar á frábærum tíma í Gautaborg

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit