VIKAN: Arnar með tvö aldursflokkamet

VIKAN: Arnar með tvö aldursflokkamet

Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti um helgina tvö aldursflokkamet í flokki 15 ára á Northern Ireland & Ulster Age Group Championships. Hann kom fyrstur í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,21 sek. en hann átti áður 7,23 sek. Í 200 metra hlaupi kom hann einnig fyrstur í mark á tímanum 22,99 og átti hann áður 23.03 sek. Hann sigraði einnig langstökk pilta í 15 ára flokki með stökk upp á 5,80 sem er persónuleg bæting.

Systir Arnars, Brynja Rós Brynjarsdóttir (ÍR), keppti einnig á meistaramótinu og sigraði í sínum aldursflokki í langstökki með stökk upp á 4,88 metra og í 60 metra grindahlaupi á tímanum 9,09 sek. Hún keppir í U18 ára flokki. 

Karen Sif Ársælsdóttir (Breiðablik) náði ársbesta árangnum sínum í stangarstökki er hún stökk 3,43 metra á Malmö Indoor Challenge í Malmö í Svíþjóð. Karen á best 3,53 metra innanhúss og átti hún góðar tilraunir við þá hæð um helgina.

Fjórir Íslendingar keppa í Leiria

Um helgina fer fram Evrópurbikarkastmótið í Leiria í Portúgal og eru fjórir Íslendingar skráðir til leiks. Guðni Valur Guðnason (ÍR) og Mímir Sigurðsson (FH) keppa í kringlukasti karla, Hilmar Örn Jónsson (FH) í sleggjukasti karla og Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) í sleggjukasti stúlkna U23. Karlarnir keppa allir á laugardaginn 12. mars og Elísabet á sunnudaginn 13. mars. Kringlukast karla verður hápunktur mótsins en Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson, gull- og silfurverðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Tókýó og Kirstjan Ceh frá Slóvakíu sem setti nýtt Evrópumet í U23 ára flokki í kringlukasti síðasta sumar með kast uppá 70,35 metra. Í sleggjukasti karla verður silfurverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Tókýó, Eivind Henriksen frá Noregi á meðal keppenda og í sleggjukasti U23 ára stúlkna verður heimsmeistarinn í sleggjukasti U20 ára frá því í fyrra, Silja Kosonen á meðal keppenda. 

Allar upplýsingar um mótið má finna hér. Penni

2

min lestur

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

VIKAN: Arnar með tvö aldursflokkamet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit