VIKAN: Andrea bætti 29 ára gamalt Íslandsmet

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Andrea bætti 29 ára gamalt Íslandsmet

Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) mætti aftur á brautina eftir tveggja ára fjarveru og stórbætti á laugardag 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000m hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mín. en fyrra metið var 17,25,35 mín. sem Fríða Rún Þórðardóttir setti árið 1994. Andrea náði þessum frábæra árangri aðeins þremur tímum eftir að hafa unnið 5km keppni á gönguskíðum. 

Andrea á Íslandsmetið í 3000m hindrunarhlaupi sem hún setti árið 2018 þegar hún var átján ára gömul. Þrátt fyrir að hafa tekið pásu frá brautinni hefur Andrea gert stórkoslega hluti í götu- og utanvegahlaupum á síðustu árum. Hún keppti meðal annars á HM í utanvegahlaupum á síðasta ári og kom þar 21. í mark í 40 km. hlaupinu. Andrea hefur einnig verið valin á Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum í ár sem fer fram í Innsbruck/Stubai í Austuríki í byrjun júní.

Baldvin Þór Magnússon (UFA) opnaði utanhúss tímabilið sitt á fimmtudag og bætti eigið Íslandsmet í 1500 metra hlaupi á Raleigh Relays í Norður-Karólínu. Hann kom þriðji í mark á tímanum 3:40,36 en fyrra met hans var 3:40,74 sem hann setti árið 2021. Þetta er þriðja Íslandsmetið sem Baldvin setur í ár en hann setti met í bæði mílu og í 5000m hlaupi innanhúss í vetur.

Baldvin var einnig á meðal keppenda í 10.000m hlaupi á Raleigh Relays þar sem hann reyndi við Íslandsmet Hlyns Andréssonar sem er 28:36,80 mín. sem hann setti árið 2021. Baldvin kom fjórtandi í mark á tímanum 28:57,17 mín. sem er stórbæting á hans besta árangri en hann átti áður 30:14,23 mín.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) náði ársbesta árangnum sínum í sleggjukasti kvenna um helgina á Charles Austin Classic í San Marcos, Texas. Hún sigraði í keppninni með kasti upp á 63,00 metra og er hún nú með lengsta kast kvenna í sleggjukasti á Íslandi í ár. Elísabet var einnig valin íþróttakona vikunnar í tæknigreinum hjá Sun Belt svæðinu.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

VIKAN: Andrea bætti 29 ára gamalt Íslandsmet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit