Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti um helgina aldursflokkamet í 100 metra hlaupi 15 ára pilta. Hann kom í mark á tímanaum 11,27 sek. (-1.1) en fyrra metið var 11,28 sek. sem Kolbeinn Höður Gunnarsson setti árið 2010.
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) rauf um helgina 60 metra múrinn í sleggjukasti á Georgia Tech Invitational í Atlanta, Georgia. Hún varð önnur með kast upp á 60,14 metra. Hún bætti einnig eigið skólamet í þriðja sinn á tímabilinu.
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var aðeins þremur sentímetrum frá Íslandsmeti sínu í kúluvarpi á J. Fred Duckett Invitational í Houston, Texas. Hún sigraði með miklum yfirburðum og kastaði lengst 17,26 metra en Íslandsmetið hennar er 17,29 metrar sem hún setti í lok mars. Erna keppir fyrir Rice University og er á þriðja ári.
Önnur úrslit frá Bandaríkjunum:
Dagur Andri Einarsson | ÍR /Hillsdale Chargers | 100m | 10,93 (+1,5) |
Hekla Magnúsdóttir | FH / West Texas A&M University | Þrístökk | 11,67m (+0,0) |
Langstökk | 5,42m (+8,9) | ||
Thelma Lind Kristjánsdóttir | ÍR / Univeristy of Virgina | Kringlukast | 48,74m |