Aldursflokkamet á EM í eldri aldursflokkum
Dagana 17.-23. mars fór Evrópumeistaramótið innanhúss í eldri aldursflokkum fram í Torun, Póllandi.
Bergur Hallgrímsson (Breiðablik) tvíbætti eigið aldursflokkamet í 200m hlaupi í flokki 40-44 ára karla. Fyrst með því að hlaupa á 23,19 sek. sem var hraðasti tíminn inn í undanúrslit og svo með því að hlaupa á 23,12 sek. í undanúrslitum sem var annar besti tíminn inn í úrslitin. Í úrslitahlaupinu hljóp hann á 23,33 sek. og hafnaði í fjórða sæti. Hægt er að sjá úrslitin hér. Fyrra aldursflokkamet Bergs var 23,55 sek. en það setti hann á belgíska Meistaramótinu fyrir 35 ára og eldri í febrúar síðastliðnum.
Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) keppti í 3000m hlaupi, 1500m, 800m og 8km. Hún varð fimmta í 3000 m. hlaupi á tímanum 10:59,65 mín. sem er aldursflokkamet í flokki 50-54 ára kvenna sem og hennar besti árangur. í 1500m hlaupinu var hún fjórða á tímanum 5:12,67 mín. sem er hennar besti árangur í tvö ár. Í 800m hlaupinu náði hún einnig sínum besta árangri í tvö ár er hún hljóp á tímanum 2:38,00 mín og var hún fimmta í mark. Í 8km hlaupinu hafnaði hún svo í þriðja sæti á tímanum 33:38 mín.
- Úrslit í 3000m hlaupi er að finna hér.
- Úrslit í 1500m hlaupi er að finna hér.
- Úrslit í 800m hlaupi er að finna hér.
- Úrslit í 8km hlaupi er að finna hér.
Skólamet í Bandaríkjunum
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) keppti um helgina á Virginia Opener í sleggjukasti og sigraði. Hún bætti sitt persónulega met og bætti einnig skólametið í VCU (Virginia Commonwealth University) er hún kastaði 67,01 m. og var rúmlega 13 metrum á undan stelpunni í öðru sæti. Fyrra met Guðrúnar var 65,42 m. Hægt er að sjá úrslitin hér.
Sprengikraftur Eflingar
Sprengikraftur Eflingar er mót sem fram fór á Laugum 19. mars. Um 20 keppendur frá 7-50 ára tóku þátt og keppt var í langstökki án atrenu, þrístökki án atrenu og hástökki. Hægt er að skoða úrslit mótsins hér.
Næstu mót
Dagsetning | Mót | Staður |
---|---|---|
30. mars | Heimsmeistaramótið í Víðavangshlaupum | Belgrade, Serbia |
6. apríl | Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Noðrlenska | Boginn, Akureyri |
20. apríl | Öldungamót SMÁRA | Íþróttahúsið í Varmahlíð |