VIKAN: 44 ára gamalt aldursflokkamet féll á Laugum

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: 44 ára gamalt aldursflokkamet féll á Laugum

Sumarleikar HSÞ fóru fram á Laugum um helgina. Eitt 44 ára gamalt aldursflokkamet féll og var það í þrístökki í flokki pilta 14 ára. Það var Tobías Þórarinn Matharel (UFA) sem stórbætti metið og stökk 12,67m en fyrra metið var 12,26 sem Ármann Einarsson átti frá árinu 1979.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) keppti á EAP mótinu sem fór fram á Laugardag í Marsa á Möltu. Kolbeinn varð þriðji í 200m hlaupi á tímanum 21,48 sek (+0,1). Hann var síðan fyrstur í sínum riðli í undanrásunum í 100m hlaupi og hljóp sig beint í úrslit á tímanum 10,81 sek. (-1,2). Hann varð síðan annar í úrslitahlaupinu á tímanum 10,63 sek. (-1,3) á eftir Ástralanum Joshua Azzopardi sem kom í mark á tímanum 10,51 sek.

Fimm Íslendingar kepptu á Folksam Grand Prix í Karlstad á miðvikudaginn. Guðni Valur Guðnason (ÍR) varð fimmti í kringlukasti karla með kasti upp á 62,07 metra. Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) varð í fimmta sæti í kúluvarpi kvenna með 16,61m. Embla Margrét Hreimsdóttir (FH) var í sjötta sæti í 1500m hlaupi á tímanum 4:40,00 mín. sem er persónuleg bæting hjá henni. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir (FH) kom önnur í mark í B riðlinum í 800m hlaupi kvenna á persónulegri bætingu, 2:12,97 mín. Fjölnir Brynjarsson (FH) kom annar í mark í C riðlinum í 800m hlaupi karla, einnig á persónulegri bætingu, 1:55,59 mín.

Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) keppti í 400m grindahlaupi í Braga í Portúgal á miðvikudaginn. Ívar kom fimmti í mark á tímanum 52,60.

Framundan

Framundan eru mörg skemmtileg unglinga- og ungmennalandsliðsverkefni. Í vikunni hefst keppni á Evrópumeistaramótinu U23 ára sem fer fram í Espoo í Finnlandi og eigum við þar þrjá keppendur. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) tekur sprett tvennuna 100m og 200m, Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppa í sleggjukasti. Hægt er að lesa meira um keppendurna og mótið hér.

Næstu verkefni eru síðan Norðurlandameistaramót U20 ára sem fer fram í Osló 22.-23. júlí og Ólympíhátíð Evrópuæskunar sem fer fram dagana 23.-29 júlí í Maribor í Sóveníu. Valið verður tilkynnt fljótlega.

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: 44 ára gamalt aldursflokkamet féll á Laugum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit