Vigdís Jónsdóttir raðar köstum að Íslandsmetslínunni

Vigdís Jónsdóttir úr FH stóð sig vel í sleggjukastkeppni Vetrarkastmóts Evrópu í morgun. Vigdís kastaði lengst 58,69m, aðeins 13cm frá Íslandsmeti sínu í sleggjukasti kvenna. Kastið tryggði Vigdísi fjórða sæti í B hópi keppni morgunsins og tólfta sætið alls í keppni í sleggjukasti kvenna 22ja ára og yngri. Athygli vakti jöfn og góð kastsería Vigdísar en öll köst hennar voru yfir 58m. Virkilega góð byrjun á keppnistímabilinu hjá Vigdísi og verður að telja ólíklegt að Vigdís leyfi Íslandsmetinu að lifa lengi.

Úrslit keppninnar má finna á vefnum hér.