Viðurkenningar vegna nýrra Íslandsmeta á árinu

 Það var Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA sem setti fyrsta Íslandsmetið á árinu.  Það gerði hann þann 27. janúar í 400 m hlaupi innanhúss.  Hljóp Kolbeinn vegalengdina á 48,03 s.
 
Næst var það Hafdís Sigurðardóttir sem bætti Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í langstökki utanhúss.  Hafdís stökk 6,36 m þann 23. maí á Akureyri og bætti metið um 6 cm.
 
Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 m hlaupi utanhúss í tvígang.  Í fyrra skiptið bætti hún metið í Evrópubikarkeppni félagsliða sem fram fór í Banska Bystrica þann 22. júní.  Kom Aníta þá í mark á tímanum 2:01,17 s.  Núverandi Íslandsmet setti Aníta síðan á DLV junioren Gala í Mannheim 8 dögum seinna eða þann 30. júní.  Kom hún þá í mark á tímanum 2:00,49 s.
 
Á myndinni með fréttinni eru þau Benóný Jónsson, varaformaður FRÍ, Aníta Hinriksdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson.

FRÍ Author