Viðurkenningar til frjálsíþróttafólks vegna ársins 2008

Stjórn FRÍ afhenti viðurkenningar til íþróttafólks fyrir árangur á árinu 2008 í lok fyrri keppnisdags á Meistaramóti Íslands um helgina. Bergur Ingi Pétursson FH var valinn frjálsíþróttamaður ársins 2008 og tók við farandbikar af því tilefni, en bikarinn var gjöf frá UMFÍ til FRÍ í tilefni af 50 ára afmæli FRÍ 1997.
 
Bergur Ingi þríbætti Íslandsmetið í sleggjukasti á árinu 2008. Fyrst bætti Bergur metið á Vetrarkastmóti í Finnlandi í lok febrúar úr 70,30m í 70,52m, síðan á Vetrarkastmóti Evrópu í mars úr 70,52m í 73,00m. Í þriðja sinn á móti í Hafnarfirði 25. maí í 74,48m. Bergur Ingi bætti því eigin Íslandsmet um 4,18 metra á árinu.
Hann keppti á Vetrarkastmóti Evrópu í Split 15. mars og varð í 9. Sæti af 20 keppendum, kastaði 73,00m og bætti eigið Íslandsmet um 2,70m. Bergur sigraði í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn í júní, kastaði 71,44m. Hann keppti á Ólympíuleikunum í Peking, þar sem hann kastaði 71,63m og varð í 25.sæti af 33 keppendum.
 
Aðrar sem fengu viðurkenningar á laugardaginn voru:
 
Óvæntasta afrek ársins 2008:
Björgvin Víkingsson FH fyrir að bæta Íslandsmetið í 400m grindahlaupi (Björgvin hljóp á 51,17 sek. í Rehlingen 24. maí og bætti 25 ára gamalt met Þorvaldar Þórssonar ÍR).
 
Framfaraverðlaun – fyrir mestu framfarir á árinu 2008:
Kári Steinn Karlsson Breiðabliki fyrir 42 sek. bætingu á 32 ára gömlu íslandsmeti Sigfúsar Jónssonar í 10.000m hlaupi.
 
Jónsbikarinn, besta afrek í spretthlaupum (100 og 200m ) 2008:
Silja Úlfarsdóttir FH fyrir 24,52 sek. í 200m hlaupi.
 
Besta afrek/árangur 20 ára og yngri 2008:
Helga Margét Þorsteinsdóttir Ármanni fyrir 5.524 stig í sjöþraut (Íslandsmet kvenna).
 
Á myndinni eru Bergur Ingi Pétursson, Silja Úlfarsdóttir og Björgvin Víkingsson með viðurkenningar sínar.
Helga Margrét Þorsteindóttir og Kári Steinn Karlsson voru ekki viðstödd afhendinguna á laugardaginn.

FRÍ Author