Viðurkenningar til bestu hlaupara frá Framförum

Tómas Zoëga einnig í ÍR var kjörinn efnilegastur karla. Hann hefur náð góðum árangri í yngri flokkum undanfarin ár, bæði í brautarhlaupum og götuhlaupum. Miklar bætingar hans árið 2011 benda til þess að Tómas geti náð mjög langt. ÍR-ingurinn Þorbergur Ingi Jónsson sýndi mestar framfarir á árinu 2011. Hann bætti árangur sinn í 5000 m hlaupi úr 15:04,75 mín í 14:53,87 mín og í 10000 m brautarhlaupi úr 33:00;02 mín í 31:43,03 mín.  Allir þessir hlauparar nema Helen eru þjálfaðir af Gunnari Páli Jóakimssyni, reyndum keppnismanni og afreksþjálfara hjá ÍR.
 
Hlaupahópur ársins var hinn öflugi skokkhópur Hamars í Hveragerði sem stýrt er af Pétri Frantzsyni. Þau hljóta viðurkeningu fyrir öflugt starf á árinu 2011, eru sýnilegir á netinu, duglegir að taka þátt í hlaupum og halda uppi öflugu prógrami fyrir hlaup og göngu þrátt fyrir að vera starfandi í litlu bæjarfélagi. Eitt verkefni sem þau stóðu fyrir var nýtt utanvegahlaup, Hamarshlaupsins, sem tókst mjög vel og verður haldið í annað sinn í ár.
 
Þess má geta að þeir Þorbergur Ingi og Tómas eru ásamt þeim Arnari Péturssyni og Reyni Bjarna Egilssyni á leið í Evrópukeppni félagsliða á Spáni sem fram fer í byrjun febrúar en þar keppa þeir við 38 félagslið víðsvegar að frá Evrópu í 10 km löngu víðavangshlaupi. Keppnisrétt hafa þau félagslið er sigra í meistaramótum síns heimalands en ÍR varð Íslandsmeistari félagsliða í karla og kvennaflokki árið 2011.

FRÍ Author