Viðurkenningar fyrir framlag kvenna til frjálsíþrótta

Stjórn FRÍ samþykkti á fundi sínum 2. júlí sl. að óska eftir tilnefningum frá sambandsaðilum um framúrskarandi framlag kvenna í frjálsíþróttum. Gert er ráð fyrir möguleikum á viðurkenningum á einu eða fleiri sviðum, t.d. keppanda, þjálfara, sjálfboðaliða, blaðakonu, leiðtoga og mótshaldara. Til greina kemur langur ferill, einstakur atburður, þó ekki eitt tiltekið afrek í keppni. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi sé þekktur, hvorki á lands- né heimsvísu. Markmiðið með þessari viðurkenningu er að vekja athygli á mikilvægi framlagi kvenna í frjálsíþróttum.
 
Frestur til að skila inn tilnefningum ásamt rökstuðningi, um það bil hálf A4 síða, skal berast FRÍ skriflega á fri.is eða neðangreint póstfang fyrir mánaðarmótin júlí/ágúst nk.
 
Möguleiki er hjá FRÍ að veita viðurkenningar á fleiri en einu sviði og ræðst það af innsendum tilnefningum. Stjórn FRÍ mun síðan tilnefna einn einstakling úr hópi innkominna tillagna sem fulltrúa landsins til samskonar viðurkenningar á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu. Sú viðurkenning verður veitt í okt. nk. í Búdapest.

FRÍ Author