Víðavangshlaup Íslands á laugardag

 Skráningar berist í gegnum mótaforrit FRÍ, slóðin er www.fri.is. Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 1. október nk. Þeir sem ekki hafa aðgang að því geta sent skráningar á netfangið hsk@hsk.is fyrir miðnætti 1. október.  Samkvæmt reglugerð FRÍ um Víðavangshlaup Íslands er keppnin öllum opin þó þeir séu ekki skráðir í sérstakt íþróttafélag eða lið.
 
Keppt er bæði í einstaklings- og sveitakeppni, þar sem fjórir skipa hverja sveit nema í öldungaflokki þar sem þrír skipa hverja sveit. Fyrstu þrír í hverjum flokki hljóta verðlaun og fyrsta sveit í hverjum flokki. Verðlaunaafhending verður sem fyrst eftir að keppni lýkur í hverjum flokki.
   
Hlaupið er hluti af dagskrá árlegrar hausthátíðar Rangárþings eystra, svokallaðrar kjötsúpuhátíðar. Keppendur verða sjálfkrafa gestir hátíðarinnar og býðst m.a. að skoða Sögusetrið á Hvolsvelli endurgjaldslaust að hlaupi loknu. Lárus Bragason sagnfræðingur mun m.a. fræða hlaupara um forna íþróttakappa af svæðinu. Hægt verður að kynna sér dagskrá hátíðarinnar þegar nær dregur á heimasíðu sveitarfélagsins: www.rangarthingeystra.is.   
 
 

FRÍ Author