Víðavangshlaup Íslands

Framkvæmd hlaupsins er á ábyrgð frjálsíþróttadeildar Ármanns en unnið í samstarfi við Framfarir. Hlaupið er hluti af Víðavangshlauparöð Framfara 2018.

Keppnisstaður og tími:
Hlaupið fer fram í Laugardal í Reykjavík laugardaginn 20. október 2018, kl. 10:00-12:00. Ræst er á tjaldstæðinu og hlaupið verður eftir göngustígum og grasi um tjaldstæðið og þvottalaugarnar. Boðið er uppá búningsaðstöðu í Frjálsíþróttahöllinni. Keppendur skulu mæta í nafnakall við rásmark ekki seinna en 30 mín. áður en hlaup hefst í viðkomandi flokki til að fá afhent keppnisnúmer. Þeir keppendur sem keppa undir merkjum félags skulu klæðast félagsbúningi og bera keppnisnúmer að framan.

Skráningar:
Forskráning fer fram á www.netskraning.is. Íþróttafélögin innheimta skráningargjöldin frá sínum félagsmönnum, þeir sem ekki eru skráðir í íþróttafélag skulu leggja skráningargjaldið inn á reikning 0111-26-105601 kennitala 560169-6719 og setja í tilvísun VÍ2018. Skráningargjaldið er 1.500 krónur. Einnig verður hægt að skrá sig á hlaupdegi allt a 15 mín. fyrir ræsingu, gegn hækkuðu gjaldi.

Keppnisflokkar (m.v. fæðingarár), vegalengdir og áætlaðar tímasetningar. Endanlegur tímaseðill verður sendur út fimmtudaginn 18. október.

Keppnisflokkar Vegalengd (u.þ.b.) Ræst kl.
Piltar og stúlkur (12 ára og yngri) 1,5 km 10:00
Piltar og stúlkur (13-14 ára) 1,5 km 10:15
Piltar (15-19 ára) 6,0 km 10:30
Stúlkur (15-19 ára) 4,5 km 10:30
Karlar 20 ára og eldri 9,0 km 11:15
Konur 20 ára og eldri 7,5 km 11:15


Keppnisfyrirkomulag og verðlaun:

Keppt er bæði í einstaklings- og sveitakeppni, þar sem fjórir skipa hverja sveit. Fyrstu þrír keppendur í hverjum flokki hljóta verðlaun og fyrsta sveit í hverjum flokki. Verðlaunaafhending verður sem fyrst eftir að keppni lýkur í hverjum flokki.

Nafnakall:
Nafnakall fer fram við rásmark 10 mínútum áður en keppni hefst í viðkomandi flokki.

Hlaupstjórn og framkvæmd:
Burkni Helgason, hlaupstjóri
Kristján Þór Hallbjörnsson, ábyrgðarmaður Ármanns
Íris Berg Bryde, innheimta og uppgjörsmál f.h. FRÍ
Katrín Sveinsdóttir, yfirdómari hlaupsins