Víðavangshlaup Íslands fer fram laugardaginn 28. október

Víðavangshlaup Íslands, sem jafnframt er Meistaramót Íslands í víðvangshlaupum, fer fram laugardaginn 28. október nk. kl. 10:30 á grassvæðinu fyrir ofan og í kringum Laugardalshöllina og á Þróttaravellinum, neðan Suðurlandsbrautar. Hér má sjá kort af brautinni.

Hlaupið er öllum opið og eru hlauparar á öllum aldri og af öllum getustigum hvattir til að vera með. Yngsti aldursflokkurinn sem keppir í Íslandsmótinu er 11-12 ára en annars er flokkaskiptingin svohljóðandi. 13-14 ára, 15-16 ára, 18-19 ára, 20 ára og eldri. Einnig verður haldið 800m hlaup fyrir 10 ára og yngri og verða veitt þátttökuverðlaun til allra sem taka þátt.

Hringurinn sem hlaupinn er um 1,3 km að lengd og er hann mestmegnis á grasi. Start- og marksvæði er á æfingavelli Þróttar við Laugardalshöll. Brautin er tiltölulega aflíðandi og ekki mjög tæknileg en stökkva þarf yfir skurð á einum stað. Vegalengdirnar sem hlaupnar eru eftirfarandi:

1 x 1,3 km hringur sem væri þá fyrir yngstu 12 ára og yngri og 13-14 ára (bæði kyn)

2 hringir (2,6 km) fyrir 15-17 ára (bæði kyn)

4 hringir (5,2 km) fyrir 18-19 ára (bæði kyn)

6 hringir (7,8km) fyrir karla og 5 hringir (6,5km) fyrir konur

Skráning fer fram inn á Þór, mótaforritið FRÍ eða með því að senda póst á helgagudny@fri.is með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu, félag, heimilsfang og síma. Einnig má skrá sig á staðnum þar til 30 mín fyrir hlaup. Rétt er að taka fram að það er ekki nauðsynlegt að vera í íþróttafélagi til að mega taka þátt.

Þátttökugjöld eru kr. 750,- fyrir 16 ára og yngri og kr. 1.500,- fyrir 17 ára og eldri.
Þátttökugjöld skal greiða áður en keppni hefst. Vinsamlega leggið þátttökugjöldin inn á reikning FRÍ, kennitala: 560169-6719, reikningsnr: 0111-26-105601 og senda staðfestingu á helgagudny@fri.is.

Árangur í Víðavangshlaup Íslands mun vega þungt við val á Norðurlandamótið í víðavangshlaupum sem fer fram laugardaginn 11. nóvember í Danmörku. Fjórir íslenskir keppendur verða valdir til að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu í ár.