Víðavangshlaup Íslands

Laugardaginn 19.október fór fram Víðavangshlaup Íslands í Laugardalnum í Reykjavík. Alls voru 56 keppendur skráðir og var keppt í 5 flokkum: Piltar og stúlkur 12 ára og yngri – 2km, piltar og stúlkur 13-14 ára – 2km, piltar og stúlkur 15-17 ára – 4km, piltar og stúlkur 18-19 ára – 6km, karlar og konur 20 ára og eldri – 8km.

Í karlaflokki 20 ára og eldri sigraði Guðni Páll Pálsson á tímanum 28:02. Í örðu sæti var Þórólfur Þórsson á tímanum 28:48 og þriðja sætið tók Andri Már Hannesson á tímanum 29:43. Þeir eru allir úr ÍR.

Í kvennaflokki 20 ára og eldri bar Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR sigur úr býtum á tímanum 33:06. Annað sætið tók Mari Jaersk úr FH á tímanum 38:16 og í þriðja sæti var Rakel Hjaltadóttir á tímanum 43:09.

Í flokki pilta og stúlkna 18-19 ára voru einungis þrír keppendur, tveir piltar og ein stúlka. Sara Mjöll Smáradóttir úr Breiðablik sigrað því stúlkna flokkinn á tímanum 25:44. Hlynur Ólason úr ÍR tók fyrsta sætið í pilta flokki á tímanum 20:27 og Aron Dagur Beck úr Fjölni annað sætið á tímanum 23:58.

Í flokki pilta og stúlkna 15-17 ára voru tveir piltar. Kjartan Óli Ágústsson úr Fjölni bar þar sigur úr býtum á tímanum 15:30 og annar var Stefán Kári Smárason úr Breiðablik á tímanum 17:01.

Í flokki pilta 13-14 ára sigraði Sveinn Skúli Jónsson úr Bjóluliði á tímanum 08:22, öðru sæti var Þorsteinn Pétursson úr Ármanni á tímanum 09:15. Þriðja sætið tók svo Helgi Myrkvi Valgeirsson á tímanum 09:37.

Í flokki stúlkna 13-14 ára tók Dagrún Sunna Ragnarsdóttir fyrsta sætið á tímanum 09:17, annað sætið tók Hafdís Svava Ragnheiðardóttir á tímanum 09:33 og þriðja sætið tók Elva Sóldís Ragnarsdóttir á tímanum 09:47. Þær eru allar í Ármanni.

Í yngsta flokki, 12 ára og yngri, tók Birgitta Rún Yngvadóttir úr KR fyrsta sætið hjá stúlkunum á tímanum 09:22. Í öðru sæti var Særún Luna Solimene úr Ármann á tímanum 10:28 og í þriðja sæti var Emma Lovísa Arnarsson úr Ármann á tímanum 11:15.

Hjá piltunum sigraði Thomas Ari Arnarsson úr Ármann á tímanum 08:43. Annað sætið tók Kári Kaldal úr Ármann á tímanum 08:46 og þriðja sæti voru Alexander Ingi Arnarsson úr Ármann og Kristleifur Heiðar Helgason úr Víking á tímanum 08:58.