Evrópubikarkastmótið fer fram á Leiria í Portúgal dagana 9.-10. mars. Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu:
- Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR), Spjótkast
- Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR), Kúluvarp
- Guðni Valur Guðnason (ÍR), Kringlukast
- Hera Christensen (FH), Kringlukast U23
- Hilmar Örn Jónsson (FH), Sleggjukast
Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) náði öðru sæti á Vetrarkastmótinu í fyrra með kast uppá 78,56 m. sem var hans besta kast á árinu 2023. Hann var aðeins 1 cm frá fyrsta sætinu. Erna Sóley Gunnardóttir (ÍR) mun keppa á HM í Glasgow fyrstu helgina í mars, hægt er að lesa nánar um það hér. Guðni Valur Guðnason (ÍR) kringlukastari og Hilmar Örn Jónsson (ÍR) sleggjukastari eru báðir í Ólympíuhóp ÍSÍ og kepptu á HM í Budapest í fyrra. Hera Christensen (FH) hefur náð lágmarki í kringlukasti á HMU20 sem fram fer í Lima, Perú í lok ágúst.
Vefsíðu mótsins má finna hér.
Þjálfarar: Einar Vilhjálmsson og Pétur Guðmundsson
Fagteymi: Ásmundur Jónsson, nuddari
Fararstjóri: Íris Berg Bryde