Vetrarkastmót EAA í Rúmeníu. Ásdís Hjálmsdóttir opnar keppnisárið með glæsibrag og vann til bronsverðlauna.

  Alls tóku 16 keppendur þátt á mótinu sem fyrir flesta er upphafsmót keppnistímabilsins. Sigurvegarinn, Christin Hussong, á best 65,92m og hafnaði í 6. sæti á HM 2015 með kasti upp á 62,92m. Með árangri sínum í fyrra, 62,14m , tryggði Ásdís sér farseðilinn á EM í Amsterdam í júlí og á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst . Árangur Ásdísar í dag undirstrikar að undirbúningur hennar fyrir keppnistímabilkið gengur mjög vel og að Íslandsmet hennar getur fallið hvenær sem er. Íslandsmet Ásdísar eru 62,77m sem hún setti á Ólympíuleikunum í London 2012 og tryggði sér með því kasti þátttöku í útslitakeppni leikanna þar sem allt gat gerst. Ásdís á klárlega raunhæfan möguleika á að komast í úrslitakeppnina í Ríó.
 
 
 
Mynd með frétt: Stefán Þór Stefánsson

FRÍ Author