Vésteinn Hafsteinsson var útnefndur þjálfari ársins í Svíþjóð í kjöri sænsku íþróttaakademíunnar í Stokkhólmi í gær. Þetta var frábært ár hjá Vésteini og hans íþróttafólki. Vésteinn þjálfar meðal annars sænsku kringlukastarana Daniel Ståhl og Simon Pettersson en Ståhl varð Ólympíumeistari í kringlukasti í Tókýó og Petterson vann silfrið. Ståhl átti frábært tímabil en hann vann 19 af þeim 20 mótum sem hann tók þátt í á síðasta ári. Þetta eina sem hann vann ekki vann Pettersson. Vésteinn þjálfar einnig kúluvarparann Fanny Roos, sem setti sænskt met á árinu, og Marcus Thomsen, sem setti norskt met í kúluvarpi á árinu.
Innilega til hamingju Vésteinn!