Vésteinn þjálfari ársins í Svíþjóð

Vésteinn þjálfari ársins í Svíþjóð

Vé­steinn Haf­steins­son var út­nefnd­ur þjálf­ari árs­ins í Svíþjóð í kjöri sænsku íþrótta­aka­demí­unn­ar í Stokk­hólmi í gær. Þetta var frábært ár hjá Vésteini og hans íþróttafólki. Vésteinn þjálfar meðal annars sænsku kringlukastarana Daniel Ståhl og Simon Pettersson en Ståhl varð Ólympíumeistari í kringlukasti í Tókýó og Petterson vann silfrið. Ståhl átti frábært tímabil en hann vann 19 af þeim 20 mót­um sem hann tók þátt í á síðasta ári. Þetta eina sem hann vann ekki vann Pettersson. Vésteinn þjálfar einnig kúluvarparann Fanny Roos, sem setti sænskt met á árinu, og Marcus Thomsen, sem setti norskt met í kúluvarpi á árinu.

Innilega til hamingju Vésteinn! 

Penni

< 1

min lestur

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

Vésteinn þjálfari ársins í Svíþjóð

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit