Verkefnastjóri á skrifstofu FRÍ

Framlengdur umsóknarfrestur!

Vegna aukinna umsvifa leitar Frjálsíþróttasamband Íslands nú að verkefnastjóra á skrifstofu FRÍ.

Rétt eins og í frjálsum eru áskoranirnar margbreytilegar og geta reynt á snerpu, kraft og úthald.

Við leitum að manneskju sem hefur áhuga á að bæta starfið í frjálsíþróttum, hefur menntun og/eða viðeigandi reynslu á sviði íþróttamála eða kennslustarfa, 20 ára og eldri.

Hvað þarft þú að hafa til að bera?

• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

• Reynslu af stjórnun verkefna og viðburða

• Drifkraft til að stýra verkefnum á eigin spýtur

• Áhuga á hlaupum og öðrum frjálsíþróttum

• Færni í ritun og samskiptum

Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra og stjórn FRÍ auk þess að vera í sambandi við aðildarfélög sambandsins um land allt. Upphaf starfs er sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.

Áhugasamir sendi umsóknir á netfangið fri@fri.is í síðasta lagi laugardaginn 18. ágúst Nánari upplýsingar veittar í gegnum sama netfang.