Verðlaunahafar á EM og HM öldunga heiðraðir

Aðrir sem hafa unnið verðlauna á þessum mótum og voru heiðraðir að þessu sinni eru: Fríða Rún Þórðardóttir, sem unnið hefur til 8 verðlauna á þessum mótum síðan 2005. Jón H. Magnússon, sem samtals hefur unnið til 6 verðlauna á 2 mótum. Sigurður Haraldsson, sem unnið hefur til 10 verðlauna, 2 gullverðlauna, 3 silfur og 5 bronsverðlauna. Stefán Hallgrímsson hefur unnið til tveggja verðlauna og Hafsteinn Óskarsson, Árný Hreiðarsdóttir og Kristján Gissurarson sem alls hefur margoft unnið til verðlauna á Evrópu- og heimsmeistaramótun á undangengnum árum.
 
Myndatexti: T.v. Trausti Sveinbjörnsson formaður öldungaráðs, Jón H. Magnússon, Fríða Rún Þórðardóttir, með dóttur sína Katrínu í fanginu, Sigurður Haraldsson, Óskar Hlynsson og Jónas Egilsson formaður FRÍ. Á myndina vantar Hafstein Óskarsson sem mætti síðar til leiks. Kristján Gissurarson og Árný Hreiðarsdóttir voru stödd erlendis.

FRÍ Author