Velheppnuðu þjálfaranámskeiði nýlokið

 Mikil ánægja var með og áhugi mikill meðal þátttakenda á nýloknu þjálfaranámskeiði  sem fram fór í Laugardal. Námskeið þetta er fyrsti liður í innleiðingu nýs fræðsluefnis fyrir þjálfara á Íslandi og var þetta námskeið á 1. stigi af 5. 

 

Fyrsta stigið nefist á ensku, „Kids’ Athletics“ eða „Krakkafrjálsar“ og er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 6-13 ára. Markmið með Kids Athletics er að gera þátttöku í frjálsíþróttum skemmtilega og börn og unglinga njóti þess að stunda heilbrigða og skemmtilga íþrótt ásamt því að læra helstu undirstöðuatriði íþróttarinnar og byggja sig upp líkamlega í leiðinni.

 

Um er að ræða efni frá Alþjóða frjálsíþróttasambandininu (IAAF) og af tilefninu kom sérstaklega hingað til lands yfirleiðbeinandi IAAF Malek El-Hebil og hafði umsjón með námskeiðinu. 

 

Aðalmarkmið námskeiðsins var að kynna Kids Atheltics fyrir þátttakendum, farið var yfir framkvæmd á Kids Athletics viðburði. Um 60 börn úr Laugarnesskóla mættu á þriðja degi þar sem þau fóru í gegnum fjölþrautaræfingar Kids Athletics. 

 

Námskeiðið átti upphaflega að standa í sex daga, en vegna góðrar þekkingar og reynslu þátttakenda, var hægt að stytta námskeiðið um einn dag. Kröfur um þátttöku voru að iðkomandi væru annað hvort starfandi í frjálsíþróttaþjálfun eða störfuðu við íþróttakennslu og/eða væru með nokkurra ára reynslu við íþróttaþjálfun eða íþróttakennaramenntun. 

 

Þáttakendur komu víða að af landinu, Akureyri, Egilsstöðum, Grindavík og af höfuðborgarsvæðinu. Þau sem tóku þátt voru: Alberto Borges, Guðmundur H. Jónsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Hlynur C. Guðmundsson, Lovísa Hreinsdóttir, María Aldís Sverrisdóttir, Soffía T. Tryggvadóttir, Þórdís L. Gísladóttir, Þórunn Erlingsdóttir og Þráinn Hafsteinsson. 

FRÍ Author