FRÍ stóð fyrir námskeiði fyrir hlaupaþjálfara um Hvítasunnuhelgina. Námskeiðið heppnaðist vel og voru þátttakendur almennt ánægðir. Kennari á námskeiðinu var enginn annar Max Boderskov landsliðsmaður Dana í utanvegahlaupum en hann sigraði í 26KM Hengill Ultra hlaupinu 2022 sem fram fór um helgina á nýju brautarmeti. Þetta er í þriðja sinn sem Max kemur til Íslands í þeim tilgangi að halda námskeið, en hann notar jafnframt tækifærið til að keppa. Hann sigraði einnig í Hvítasunnuhlaupi Hauka árið 2019 og setti einnig brautarmet.