Valitor og Frjálsíþróttasamband Íslands í samstarf

Valitor hefur verið í samstarfi við FRÍ í hátt í 30 ár og hefur þar að auki stutt við bakið á fjölda afreksmanna þar á meðal Jón Arnar Magnússon, Völu Flosadóttur, Þóreyju Eddu Elísdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur.

Markmið Valitor með þessum samningi er að auka samstarfið við FRÍ. Ekki er um einstaklingsmiðað samstarf að ræða heldur er því ætlað afreksfólki almennt í frjálsum. Einnig mun Valitor styðja við afrekshópa yngri flokka.

Hér má sjá heimasíðu Valitor.

Frjálsíþróttasamband Íslands þakkar stuðninginn og fagnar samstarfinu!

Á myndinni (frá vinstri) má sjá Guðmund Karlsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Sindra Hrafn Guðmundsson Breiðabliki, Hilmar Örn Jónsson FH, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur FH, Vigdísi Jónsdóttur FH, Thelmu Lind Kristjánsdóttur ÍR, Kolbein Höð Gunnarsson FH, Dagbjart Daða Jónsson ÍR, Anítu Hinriksdóttur ÍR, Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóra Valitor og Viðar Þorkelsson, forstjóra Valitor.