Valið á Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum

Valið hefur verið hvaða frjálsíþróttafólk mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Uppsala í Svíþjóð sunnudaginn 11. febrúar.

Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið til keppni og eru 11 íslendingar í liðinu.

Hér má sjá lista yfir íslensku keppendurna:

 1. Tiana Ósk Whitworth ÍR, 60 m
 2. Ívar Kristinn Jasonarson ÍR, 400 m
 3. Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH, 400 m
 4. Þórdís Eva Steinsdóttir FH, 400 m
 5. Einar Daði Lárusson ÍR, 60 m grind
 6. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS, hástökk
 7. Kristinn Torfason FH, langstökk
 8. Irma Gunnarsdóttir Breiðablik, langstökk
 9. Bjarki Gíslason KFA, stangarstökk
 10. Hulda Þorsteinsdóttir ÍR, stangarstökk
 11. Guðni Valur Guðnason ÍR, kúluvarp

Þjálfarar:

 • Ragnheiður Ólafsdóttir
 • Sigurður Arnar Björnsson
 • Mark Johnson

Hér má sjá heimasíðu mótsins.

Hér má sjá keppendalista dansk-íslenska liðsins.

Hér má sjá keppendalista sænska liðsins.

Hér má sjá keppendalista norska liðsins.

Hér má sjá keppendalista finnska liðsins.

Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendinu, nánari upplýsingar um það síðar.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar íslensku keppendunum góðs gengis!